Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Í kvöld, föstudaginn 8. febrúar, er Safnanótt og munu fjölmörg söfn bjóða upp á spennandi dagskrá fyrir unga sem aldna. Hægt er að skoða dagskrána í heild sinni á heimasíðu Vetrarhátíðar, en Safnanótt tvinnast við þá hátíð sem stendur yfir dagana 7.-10. febrúar. Spilarar og áhugafólk um tölvuleiki ættu ekki að láta sig vanta í Hafnarfjörð þetta kvöld þar sem tölvuleikjaþema verður í bænum. Gestir geta meðal annars fengið að prófa gamla tölvuleiki og kynnt sér leikjatölvur fortíðarinnar. Um kvöldið verður hægt fræðast um valin brot úr sögu tölvuleika þegar boðið verður upp á fyrirlestur sem ber yfirskriftina Frá PONG…

Lesa meira

Í gær, fimmtudaginn 27. september, hófst RIFF, alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík. Klukkan 19:00 í gærkvöld var Donbass eftir Sergei Loznitsa frumsýnd í Bíó Paradís. Að því loknu var opnunarteiti í Iðnó þar sem menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, veitti Loznitsa heiðursverðlaun RIFF. RIFF er að evrópufrumsýna og norðurlandafrumsýna margar myndir á hátíðinni en henni lýkur 7. október. RIFF er að evrópufrumsýna og norðurlandafrumsýna margar myndir á hátíðinni en henni lýkur 7. október. Margar eru sjóðheitar frá vor- og hausthátíðunum í Cannes, Toronto og Feneyjum. Flokkurinn Vitranir er stolt hátíðarinnar en þar keppa níu leikstjórar með sínar myndir um aðalverðlaunin, Gullna lundann. En…

Lesa meira

Daníel Rósinkrans og Sveinn Aðalsteinn Gunnarsson hjá Nörd Norðursins fóru yfir það helsta frá E3 tölvuleikjahátíðinni í nýjasta þætti Tæknivarpsins. Á E3 leggja stóru leikjafyrirtækin línurnar fyrir komandi mánuðu og ár og tilkynna væntanlega leikjatitla og ýmiskonar nýjungar. Bjarki, Daníel og Sveinn stóðu E3 vaktinu í ár á Nörd Norðursins og er hægt að nálgast helstu fréttir okkar frá E3 hér í sérstakri samantekt. Hægt er að hlusta á E3 þátt Tæknivarpsins í spilaranum hér fyrir neðan, í gegnum flest hlaðvarps (podcast) öpp eða beint af heimasíðu Kjarnans. Umsjón með þættinum hafa Gunn­laugur Reyn­ir og Bjarni Ben. Mynd: Wikimedia / cogdogblog

Lesa meira

Hér fyrir neðan er að finna allar þær E3 færslur sem birtar voru á vef Nörd Norðursins. Undanfarna daga höfum við hjá Nörd Norðursins fylgst náið með E3 tölvuleikjasýningunni sem fram fer í Los Angeles um þessar mundir. Bjarki Þór Jónsson, Daníel Rósinkrans og Sveinn Aðalsteinn Gunnarsson hafa séð um E3 vaktina þetta árið og hefur áhersla verið lögð á að koma fréttnæmu efni áleiðis til lesenda Nörd Norðursins hratt og örugglega. Fylgst var með fyrirtækjakynningum frá Microsoft, Sony, Nintendo, Ubisoft, Square Enix og EA Games og voru birtar alls 30 færslur frá E3 birtar á fjórum dögum. Hér fyrir…

Lesa meira

Bjarki Þór Jónsson hjá Nörd Norðursins kíkti í höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti á dögunum til að ræða um vinsældir Fortnite (Battle Royale) tölvuleiksins í útvarpsþættinum Lestin á Rás 1. Battle Royale hlutinn hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma þar sem fólk á öllum aldri berst sín á milli um sigursætið. Hægt er að hlusta á viðtalið hér á heimasíðu RÚV.

Lesa meira

Hér kemur dagskrá (á íslenskum tíma) yfir helstu kynningar á E3 tölvuleikjasýningunni þetta árið. Nörd Norðursins mun að sjálfsögðu fylgjast vel með því sem gerist í Borg englanna á stærstu tölvuleikjasýningu ársins. Fréttir, yfirlit og fleira verður svo birt hér á heimasíðu okkar.

Lesa meira

Setjist niður og spennið beltin! Strákarnir í Flying Bus tóku upp nýjan þátt af Bíóbílnum eftir að hafa skellt sér í bíó á  Avengers: Infinity War. Myndböndin eru tvö að þessu sinni, það fyrra er almenn umfjöllun um myndina og er án spilla, seinna myndbandið er aftur á mótið löðrandi í spillum og þess vegna ekki mælta með því að horfa á það myndband fyrr en eftir að hafa séð myndina. Við minnum á myndband yfir topp 5 Marvel kvikmyndir sem birt var nýlega hér á síðunni okkar. Þrusugóð upphitun fyrir Avengers: Infinity War.

Lesa meira

Nú styttist í frumsýningu Avengers Infinity War og bíða aðdáendur Marvel ofurhetjumynda eftir myndinni með mikilli eftirvæntingu. Strákarnir í Flying Bus teyminu ákváðu að hita upp fyrir myndina og settu saman topplista yfir fimm bestu Marvel myndirnar að þeirra mati. Myndbandið er um 20 mínútur að lengd þar sem teymið fjallar stuttlega um hverja mynd fyrir sig og segir hvers vegna hún á skilið að vera á topplistanum. Avengers Infinity War verður frumsýnd hér á landi föstudaginn 26. apríl.

Lesa meira

Stjörnuskífan er sérhönnuð og myndskreytt rafbók fyrir Apple-spjaldtölvur þar sem skáldskapur blandast við þrautir og fróðleik; spennandi ævintýri og saga vísindanna renna saman. Út er komin alíslensk rafræn leikjabók (e. gamebook). Stjörnuskífan: Ævintýri og vísindi er samstarfsverkefni rithöfundarins Emils Hjörvars Petersen og hugbúnaðagerðarinnar Gebo Kano ehf., sem í senn er útgefandi verksins. Stjörnuskífan er sérhönnuð og myndskreytt rafbók fyrir Apple-spjaldtölvur þar sem skáldskapur blandast við þrautir og fróðleik; spennandi ævintýri og saga vísindanna renna saman. Helsti efniviðurinn er sóttur til gullaldar íslams en það var tímabil á miðöldum þegar vísindi og menning blómstruðu í löndum múslima. Margir uppfinningamannanna voru langt…

Lesa meira

Kvikmyndasérfræðingarnir Arnór, Heimir og Knútur hjá Flying Bus skelltu sér í bíó á nýjustu Marvel ofurhetjumyndina, Black Panther. Eftir að hafa teygt vel á hálsum eftir að hafa setið framarlega í bíósalnum kveiktu þeir á tökuvélinni og fóru yfir allt það helsta (án spilla); söguþráð, leik, klippingar, eftirminnileg atriði og stíl myndarinnar. Það er Ryan Coogler sem leikstýrir myndinni og með aðalhlutverk fara Chadwick Boseman, Michael B. Jordan og Lupita Nyong’o. STIKLA FYRIR BLACK PANTHER

Lesa meira