Menning

Birt þann 8. febrúar, 2019 | Höfundur: Nörd Norðursins

Tölvuleikjaþema í Hafnarfirði á Safnanótt

Í kvöld, föstudaginn 8. febrúar, er Safnanótt og munu fjölmörg söfn bjóða upp á spennandi dagskrá fyrir unga sem aldna. Hægt er að skoða dagskrána í heild sinni á heimasíðu Vetrarhátíðar, en Safnanótt tvinnast við þá hátíð sem stendur yfir dagana 7.-10. febrúar.

Spilarar og áhugafólk um tölvuleiki ættu ekki að láta sig vanta í Hafnarfjörð þetta kvöld þar sem tölvuleikjaþema verður í bænum. Gestir geta meðal annars fengið að prófa gamla tölvuleiki og kynnt sér leikjatölvur fortíðarinnar. Um kvöldið verður hægt fræðast um valin brot úr sögu tölvuleika þegar boðið verður upp á fyrirlestur sem ber yfirskriftina Frá PONG til Fortnite. Valin brot úr sögu tölvuleikja. Fyrr um kvöldið verður hægt að prófa að forrita, læra Fortnite dansspor, prófa sýndarveruleika (VR) og gagnaukinn veruleika (AR), hlusta á tónlist sem er innblásin af hlóðheimi retró leikjatölva og kynnast möguleikum Mussila tónlistarleiksins.

Dagskrána má finna í heild sinni hér á heimasíðu Hafnarfjarðar.

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑