Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Christopher Nolan hefur svo sannarlega haft áhrif á ofurhetjumyndagreinina á undanförnum árum. Hann endurvakti Batman og lagði mikla áherslu á persónusköpun í myndunum og skapaði James Bond fíling, en Nolan er víst harður Bond aðdáandi. Um leið og hann hefur endurvakið Bond fílingin í myndunum þá er hann líka að leita til upprunans enda var fyrsta Bond myndin kveikjan að hasarmyndum eins og við þekkjum þær í dag og hasarmyndir grunnur ofurhetjumynda. Sú mynd sem vekur mikla eftirvæntingu hjá undirrituðum er nýja Superman myndin Man of Steel sem kemur út næsta sumar. Síðasta Superman myndin kom út 2006 og vakti…

Lesa meira

Big Trouble in Little China í leikstjórn John Carpenter er þriðja myndin sem sýnd var á Svörtum sunnudögum í Bíó Paradís. Myndin fjallar um vörubílstjórann Jack Burton (Kurt Russell) sem ákveður að sækja unnustu vinar síns, Wang Chi (Dennis Dun), á flugvöllinn. Upp úr þurru birtist hópur af mönnum úr einni alræmdustu glæpaklíku Kínahverfsins og rænir unnustunni og ákveða Jack og Wang að elta þá uppi og reyna að bjarga henni. Fljótlega hitta þeir Lo Pan (James Hong), sem er 3.000 ára illur galdramaður og í kjölfarið hefst ævintýri sem er út úr þessum heimi! Myndin byrjar nokkuð vel þar…

Lesa meira

KVIKMYNDIR: Django Unchained Væntanleg 18.01.2013 Jack the Giant Slayer Væntanleg 2013 The Hobbit Væntanleg 26.12.2012 TÖLVULEIKIR: Far Cry 3 Kom í evrópskar verslanir 30.11.2012 Sly Cooper: Thieves in Time Væntanlegur í febrúar 2013 Injustice: Gods Among Us Væntanlegur í apríl 2013

Lesa meira

Í síðasta mánuði sögðum við frá því að CCP hefði tilkynnt á íslenska EVE og DUST hittingnum að fyrirtækið ætlaði að bjóða upp á sérstök áksriftarkort á Íslandi sem verða töluvert ódýrari en ef borgað yrði með evrum eða dollurum hérlendis. Áskriftarkortin eru nú nýkomin í verslanir og kostar 60 daga áskrift í kringum 2.500 kr. sem er töluverð lækkun fyrir Íslendinga. Til dæmis kostar eins mánaðar áskrift vanalega 1.700 – 2.500 kr. eftir því hvaða gjaldmiðill er notaður til að borga með og hvert þáverandi gengið er. Kortið er hægt að nálgast í eftirfarandi verslunum: BT Elko Gamestöðin Nexus…

Lesa meira

Það var greinilegt að þegar komið var inn í glerkassa Ólafs Elíasonar, Hörpuna, í gærkvöldi að það voru engir venjulegir sinfóníutónleikar að hefjast því þegar litið var yfir gestina sást fólk á öllum aldri, þó mikið af unglingum, pabbar með krakkana sína, sumt fólk í jakkafötum og aðrir eins og þeir væru nýstignir upp úr rúminu. Tók eftir því að enginn var þó klæddur upp í Star Wars búning, sem var synd. Það vakti þó athygli mína að ein prúðbúin stelpa var búin að setja upp prinsessu hárgreiðsluna; hina margfrægu snúða Leu prinsessu. Já það voru sem sagt Star Wars…

Lesa meira

Samkvæmt upplýsingum sem Nörd Norðursins fékk hjá umboðsaðila Nintendo á Íslandi, Bræðrunum Ormsson, mun leikjatölvan vera fáanleg hér á landi líkt og annarsstaðar í Evrópu föstudaginn 30. nóvember. Wii U verður fáanleg í öllum verslunum Bræðrana Ormsson, BT og Elko. Bræðurnir Ormsson eru jafnframt byrjaðir að hita upp fyrir nýju leikjatölvuna með því að bjóða upp á Wii U forsölu og um leið gera tölvuna að forsíðuefni á heimasíðu fyrirtæksins – sjá hér. Tveir pakkar verða í boði; Basic pakkinn og Premium pakkinn. En hvað mun nýja leikjavélin kosta, og hvað innihalda þessir pakkar? Wii U Basic pakkinn: Hvít…

Lesa meira

Græðarinn er nýútkomin bók frá Máli og menningu. Hún er eftir finnska höfundinn Antti Tuomainen en kemur út í íslenskri þýðingu Sigurðar Karlssonar. Hún kom út í Finnlandi árið 2010 undir heitinu Parantaja og hlaut þarlendu Clue verðlaunin fyrir bestu glæpasöguna árið 2011. Hún var einnig tilnefnd til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna, árið 2012. Græðarinn er nokkurs konar dystópísk vísindaskáldsaga sem gerist í höfuðborg Finnlands í náinni framtíð, framtíð sem einkennist af hörmulegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Þótt sagan markist mikið af því umhverfi eru loftslagsbreytingarnar þó mestmegnis bara bakgrunnur sögunnar. Sagan sjálf er glæpasaga en inni í henni leynist einnig lítil ástar-…

Lesa meira

Transformers komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1984 en fyrirtækin Hasbro og Takara Tomy voru á bak við leikföngin. Vinsældirnar leiddu til teiknimynda, tölvuleikja, kvikmynda, nestisboxa, litabóka og alls þar á milli. Fljótlega þekktu flestir krakkar Transformers, sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem merkið sló í gegn (en hugmyndin er upprunalega frá Japan). Hálfgerð endurvakning varð á Transformers vörumerkinu þegar Michael Bay hóf að gera stórmyndir sínar (sem margir þola ekki, sjálfur hef ég ekki séð þær) og kannski er þessi leikur hluti af þeirri endurvakningu. Transformers hefur ekki verið jafn gífurlega vinsælt hér á landi og í Bandaríkjunum (við elskum…

Lesa meira

Sirrý og Smári voru að gefa út íslensku myndasöguna Vampíra, sem fjallar um 16 ára stelpur sem á í hatursrömmum átökum við sjálfsmyndina og samfélagið. Myndasagan er fáanleg í Nexus, Ranimosk, IÐU og Bókabúð Máls og menningar. Fréttatilkynning frá útgefanda: „Helvíti er líf sextán ára unglings sem lifir á milli þess að nenna ekki að gera neitt og að nenna ekki aðgera ekki neitt.“ Vampíra er glæný íslensk myndasaga—einstakt innlegg í (vonandi) vaxandi heim íslenskra myndasagna. Útgáfa íslenskra myndasagna er afar fátíð og því hvetjum við fólk til að fagna á götum úti. Sagan er teiknuð og útfærð af…

Lesa meira