Fréttir1

Birt þann 29. nóvember, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Íslensku EVE áskriftarkortin komin í verslanir

Í síðasta mánuði sögðum við frá því að CCP hefði tilkynnt á íslenska EVE og DUST hittingnum að fyrirtækið ætlaði að bjóða upp á sérstök áksriftarkort á Íslandi sem verða töluvert ódýrari en ef borgað yrði með evrum eða dollurum hérlendis.

Áskriftarkortin eru nú nýkomin í verslanir og kostar 60 daga áskrift í kringum 2.500 kr. sem er töluverð lækkun fyrir Íslendinga. Til dæmis kostar eins mánaðar áskrift vanalega 1.700 – 2.500 kr. eftir því hvaða gjaldmiðill er notaður til að borga með og hvert þáverandi gengið er.

 

Kortið er hægt að nálgast í eftirfarandi verslunum:
  • BT
  • Elko
  • Gamestöðin
  • Nexus
  • Start
  • Tölvulistinn

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑