Bíó og TV

Birt þann 4. desember, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Carnival of Souls á Svörtum sunnudegi

Næsta mynd Svartra sunnudaga er hin klassíska cult mynd Carnival of Souls frá árinu 1962. Myndina gerði heimildamyndagerðarmaðurinn Hark Harvey fyrir mjög litla peninga og fékk hún mjög takmarkaða dreifingu framanaf og var talin B-mynd. Það þýddi að bílabíóin voru hennar helsti sýningarstaður og eftir því sem leið á fór hún að afla sér fylgis hjá afmörkuðum hópum.

Myndin er afar sérstök. Flokkast sem hryllingsmynd en býr yfir sérstöku andrúmslofti sem ekki ómerkari menn en David Lynch hafa sótt sér innblástur í. Hún segir frá konu sem er næstum drukknuð en kemst á þurrt land eftir þriggja tíma leit björgunarmanna. Hún ræður sig sem kirkjuorganista í litlum bæ í Utah og einkennilegir hlutir fara að gerast.

Carnival of Souls býr yfir töfrum sem erfitt er að setja fingur á og þessvegna á vel við að sjá hana í bíói, þar sem allt getur gerst. Myndin er sýnd í Bíó Paradís sunnudagskvöldið 9. desember kl. 20.

– Fréttatilkynning frá Bíó Paradís

Stikla

Mynd: Hluti af plakati myndarinnar sem er sérhannað af Kolbeini Huga Höskuldssyni.

 

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑