Útburður er fyrsta bók höfundar og er eins og segir á bókarkápu: „..blanda af morðgátu í smábæ, hrollvekju og vísindaskáldskap.“ Sagan fjallar um Lísu, sem virðist vera nokkurs konar íslensk Scully úr X-Files þ.e.a.s. efahyggjumanneskja sem þarf samt að glíma við yfirnáttúrulega hluti í starfi sínu. Hún starfar fyrir leynilega íslenska stofnun sem sérhæfir sig í yfirnáttúrulegum atburðum og hylmir yfir þeim (væntanlega styrkt af Steingrími og Jóhönnu). Lísa þessi er send í smábæ sem nefnist Hulduvík og þarf að glíma við morðmál og þar taka hlutirnar mjög svo óvænta stefnu. Byrjum á því sem betur mætti fara. Höfundur er…
Author: Nörd Norðursins
Svartur á leik er íslensk kvikmynd frá árinu 2012 byggð á samnefndri metsölubók eftir Stefán Mána Sigþórsson. Bæði bókin og myndin styðjast við þekkt glæpamál á Íslandi og segir frá miklu umbreytingarskeiði í undirheimum Íslands undir síðustu aldamót. Stebbi (Þorvaldur Davíð Kristjánsson) rekst á gamlan æskufélaga frá Ólafsvík, Tóta (Jóhannes Haukur Jóhannesson), sem ákveður að hjálpa honum með því að útvega honum lögfræðiaðstoð í staðinn fyrir smá greiða. Einum litlum greiða seinna fær hann viðurnefnið Stebbi Psycho og fyrr en varir er hann orðinn hægri hönd Tóta í litla fíkniefnagenginu sem hann stýrir. Það líður ekki á löngu að Brúnó…
Það var um jólin árið 2001, fyrir ellefu árum síðan, sem að 13 ára strákur gekk inn í kvikmyndahús og ætlaði að kíkja á myndina sem hafði fengið svo mikla athygli, The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Ég hafði hvorki lesið bækurnar né kynnt mér söguna að neinu leyti. Þremur klukkutímum seinna gekk ég út eftir að hafa kynnst öðrum heimi og ég gat ekki beðið eftir að heimsækja hann aftur. Áður en The Two Towers kom út hafði ég lesið allar bækurnar og hafði auðvitað gagnrýnni…
The Glitch Deadpool og Boba Fett í jólagírnum! Meira Batman sjampó! Smelltu hér til að horfa á fyrsta hluta. Kisa hoppar í takt við Mario
Hátíðartíminn er nú genginn í garð og er fátt betra en að nýta jólafríið í gott gláp undir hlýju teppi með eitthvað gómsætt að narta í. Auðvitað verða margar týpískar jólamyndir fyrir valinu og sjálfur reyni ég alltaf að vekja upp barnið í mér með ævintýralegum myndum og kannski einverju klassísku á borð við Home Alone 1 eða 2. Hins vegar þykir mér áhugaverðara að kíkja á aðrar myndir sem gerast einnig um jólin en eru heldur óhefðbundnari og flokkast kannski ekki beint sem jólamyndir. Þær eru yfirleitt lausar við alvöru jólasveina, innihalda ekki „christmas“ eða því um líkt í…
Opinberun er ný 60 blaðsíðna teiknimyndasaga eftir Hugleik Dagsson. Hugleikur Dagsson er einn af betri teiknimyndassagnahöfundum Íslands og dansar skemmtilega óvarlega meðfram línu kaldhæðninnar. Myndasögur hans eru þekktar fyrir að sjokkera, vekja umræðu og kynna lesendum fyrir grófum bröndurum. Ekkert er bannað. Allt er leyfilegt. Í sögunni er sagt frá því þegar geimverur komast í upplýsingar sem við mannfólkið sendum út í geim. Gögnin voru sett á geisladisk og send frá jörðinni (eða „mold“ eins og geimverurnar kalla jörðina) árið 1988 og innihélt diskurinn mynd af forseta Bandaríkjanna, vinsælasta popplagi jarðar og Biblíuna, eða réttara sagt hluta úr henni. Þar…
Aldur 10+ Leikmenn 3-6 eða fleiri í liðum Spilatími 40 mínútur+ Skrípó er nýtt íslenskt borðspil eftir höfunda Fimbulfambs (2010). Spilið gengur út á að þátttakendur noti hugmyndaflug sitt til að semja hnyttna myndatexta við skrípómyndir eftir Hugleik Dagsson, Halldór Baldursson, Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur og Sigmúnd. Gangur leiksins Skrípó er hreint ekki flókið spil, það er í raun sáraeinfalt. Í hverri umferð er einn spilari dómari, í fyrstu umferð er dómarinn yngsti spilari og svo færist hlutverkið koll af kolli réttsælis þar til spilinu lýkur. Dómarinn dregur neðstu skrípómyndina úr bunka og lætur í þar til gerða klemmu á borðinu.…
Svartir sunnudagar sýndu vísindafantasíuna Zardoz í Bíó Paradís í byrjun desember. Myndin er frá árinu 1974 og fer enginn annar en Sean Connery með aðalhlutverkið í myndinni. Höfundur og leikstjóri myndarinn er John Boorman, en hann hefur einnig leikstýrt myndum á borð við Excalibur frá 1981 og The General frá 1998. Byrjum strax á því að segja að Zardoz er… spes. Við það eitt að kynna sér nokkur plaköt fyrir myndina fer hugurinn strax á reik. Sean Connery? Með fléttu? Klæddur rauðum sundbol og kúrekastígvélum? Fljúgandi steinhaus í bakrunninum? Hvað er eiginlega í gangi?! Dífum okkur út í þennan súrelíska…
Hugleikur Dagsson er einn af betri teiknimyndassagnahöfundum Íslands og dansar skemmtilega óvarlega meðfram línu kaldhæðninnar. Myndasögur hans eru þekktar fyrir að sjokkera, vekja umræðu og kynna lesendum fyrir grófum bröndurum. Ekkert er bannað. Allt er leyfilegt. Það er ekki erfitt að skilja þá sem þykja Hugleik ganga of langt í bröndurum sínum sem þykja stundum of grófir. Ég er aftur á móti ósammála þessum hópi, enda er það grófleiki og einfaldleiki húmorsins sem nær að grípa lesendann. Það sem fælir einn hóp frá, dregur aðra að. Flestir teiknimyndasögulesendur ættu að þekkja til stíls Hugleiks, þar sem svart-hvítar og einfaldar fígúrur…
Kvikmyndir hafa frá upphafi mátt sæta einhversskonar ritskoðun, hvergi hefur þó áherslan á ritskoðun verið meiri en í Bandaríkjunum. Allt frá því að kinetoscope kassarnir voru settir upp víðsvegar um landið og fram að því að fyrstu kvikmyndasýningarnar með sýningarvélum hófust þá var kvikmyndin iðulega undir einhversskonar eftirliti eða gagnrýnd fyrir að spilla hugum almennings. Fyrstu tvo áratugina var hvert og eitt fylki í Bandaríkjunum með sýnar reglur um hvað mætti sýna og hvað ekki í kvikmyndum. Þetta flækti dreifingarferli kvikmynda því sumar myndir mátti sýna í einu fylki á meðan annað fylki hafnaði sömu myndum. Árið 1927, þegar stúdíókerfið…