Fréttir1

Birt þann 16. janúar, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

EVE og DUST pöbbakvöld 17. janúar

CCP hélt fyrsta íslenska EVE og DUST hittinginn 25. október í fyrra. Þar tilkynntu starfsmenn meðal annars um íslensku EVE Online áskriftarkortin sem nú eru fáanleg.

CCP hefur ákveðið að endurtaka leikinn og að þessu sinni verður samkoman haldin fimmtudaginn 17. janúar á Lebowski bar, Laugavegi 20a, og byrja herlegheitin kl. 19:00. Neðri hæð barsins verður frátekin fyrir EVE og DUST spilara til kl. 23:00 og verður boðið upp á bjór á barnum, hamborgaratilboð fyrir þá sem mæta snemma og tilboð á öðrum áfengum og óáfengum drykkjum.

Eins og sést á myndinni hér fyrir neðan að þá var vel mætt á fyrsta hittinginn og vonumst við til að sjá sem flesta annað kvöld!

>> Viðburðurinn á Facebook

EVE DUST hittingur

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑