Bíó og TV

Birt þann 19. janúar, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Framtíð RIFF í hættu? – Stuðningsyfirlýsing

Samkvæmt upplýsingum sem Nörd Norðursins hefur fengið frá Rýninum, félagi kvikmyndafræðinema við Háskóla Íslands, hafa þær fréttir borist kennurum í kvikmyndafræði að framtíð RIFF séð í hættu. Í kjölfar þessara frétta eru nemendur hvattir til að skrifa undir sambærilega stuðningsyfirlýsingu og hér fyrir neðan.

Við viljum einnig hvetja alla okkar lesendur til að styðja við bakið á RIFF, þá glæsilegu og mikilvægu kvikmyndahátið. Allir sem vilja koma stuðningsyfirlýsingu sinni á framfæri geta kommentað hér fyrir neðan í Facebook kommenta-kerfið okkar með nafni og fyrrihlutanum af kennitölu og við munum sjá til þess að undirskriftirnar komast til réttra aðila í framhaldinu. Undirskriftin verður að berast okkur fyrir kl. 22:30 á morgun (sunnudaginn 20. janúar), því ákvörðu um framtíð RIFF verður tekin daginn eftir samkvæmt okkar heimildum.

 

>> Bætt við 20. janúar 2013 kl. 23:23: Undirskriftunum og stuðningsyfirlýsingunni hefur verið komið áleiðis. Við munum halda áfram að taka á móti undirskriftum á meðan óvissa ríkir um framtíð RIFF.

 

>> Bætt við 18. febrúar 2013 kl. 17:40: DV fjallaði um málið í dag og enn ríkir óvissa um framtíð RIFF. Við tökum enn á móti undirskriftum.

 

Gra_lina

 

Stuðningsyfirlýsing:

Við lýsum yfir fullum stuðningi við kvikmyndahátíðina RIFF og stjórnanda hátíðarinnar. Hátíðin gegnir mikilvægu hlutverki fyrir kvikmyndamenningu hérlendis og það yrði mikill skaði ef hún legðist af.

We declare our support to RIFF and its director. The festival plays a very important cultural role and will be sorely missed if not held anymore.

Virðingarfyllst,

Gra_lina

 

BÞJ

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑