Author: Bjarki Þór Jónsson

Í dag bjóða þrír staðir á höfuðborgarsvæðinu upp á aðgang að tölvum þar sem rík áhersla er lögð á tölvuleikjaspilun og rafíþróttir. Þetta eru staðirnir Gzero (Ground Zero), Skemmtisvæði Smárabíó og Arena Gaming. Gert er ráð fyrir því að fjórði staðurinn opni síðar á þessu ári og er um að ræða 800 fer­metra raf­í­þrótta­höll við Hall­veigar­stíg sem ber heitið Heimavöllur, eða Turf. Hægt er að lesa nánar um Heimavöll á Vísir.is. Þegar verðskrá staðanna þriggja er borinn saman kemur í ljós mikill verðmunur. Ódýrastir eru Gzero sem rukka 700 kr. fyrir einn klukkutíma í spilun, þar á eftir kemur Skemmtisvæði…

Lesa meira

Rekstur LANsetursins Gzero Gaming er til sölu og óska rekstraraðilar eftir tilboði. Færsla birtist á fasteignavef mbl.is og fasteignavef Vísis þann 27. apríl síðastliðinn og síðan þá hafa í kringum 500 skoðað færslurnar þegar þessi frétt er skrifuð (159 á mbl.is og 319 á Vísi). Gzero á sér um tuttuga ára sögu sem LANsetur og hefur unnið sér inn gott orðspor meðal tölvuleikjaspilara í gegnum árin. Gzero er staðsett í 570 fm. leiguhúsnæði við Grensásveg 16 og inniheldur fimm sali með 82 leikjatölvum. Við erum á ákveðnum tímamótum í dag, búnir að vera í þessum rekstri í tuttugu ár og…

Lesa meira

Nýlega birtu norsku neytendasamtökin (Forbrukerrådet) skýrslu þar sem lukkupakkar voru gagnrýndir. Fjallað var um skýrsluna hér á Nörd Norðursins, vef Neytendasamtakanna og víðar. Evrópski leikjaiðnaðurinn var fljótur að bregðast við skýrslunni en í henni var meðal annars gagnrýnt hve erfitt er fyrir neytendur að átta sig á vinningsmöguleikum sínum. Jari-Pekka Kaleva, framkvæmdastjóri EGDF (The European Games Developer Federation), segir að iðnaðurinn sé í stöðugum samskiptum við neytendasamtök í Evrópu og hafa lukkupakkar verið þar mikið til umræðu. Ann Becker, yfirmaður stefnu og opinberra málefna innan ISFE (The Interactive Software Federation of Europe) segir að iðnaðurinn taki ábyrgð sinni gagnvart neytendum…

Lesa meira

Universal Studios tilkynnti í gær að Super Nintendo World skemmtigarður verði opnaður í Universal Studios í Hollywood snemma á næsta ári. Skemmtigarðurinn byggir á Super Mario tölvuleikjaheiminum og er nú þegar búið að opna einn slíkan skemmtigarð í Japan. Umhverfið, skemmtitækin og safngripirnir tengjast allir Mario-heiminum og þar má meðal annars finna kastala prinsessunar Peach og skemmtitæki sem tengjast Mario Kart og Yoshi svo eitthvað sé nefnt. Vilhelm Smári Ísleifsson, verkefnastjóri hjá tölvuleikjafyrirtækinu Capcom í Japan, heimsótti Super Nintendo World Í Japan með fjölskyldu sinni í fyrra og fengum við að spyrja hann nánar út í ferð sína og birta…

Lesa meira

Neytendasamtökin fjalla um nýja skýrslu frá norsku neytendasamtökunum (Forbrukerrådet) sem var birt í dag. Meginefni skýrslunnar er gagnrýni á svokallaða lukkupakka (eða loot boxes) í tölvuleikjum sem að sögn sérfræðinga geta ýtt undir spilafíkn meðal tölvuleikjaspilara. Lukkupakkar virka þannig að spilarar hafa aðgang að stafrænni verslun innan leiksins þar sem hægt er að kaupa lukkupakka fyrir raun- og/eða sýndarfé. Þessir lukkupakkar innihalda ýmiskonar aukahluti eða viðbætur fyrir leikinn en misjafnt er eftir leikjum hvaða aukahlutir eru á boðstólnum. Til dæmis bjóða sumir leikir upp á aukahluti sem geta styrkt spilarann í leiknum og gert hann sigurstrangari með keyptum uppfærslum, þegar…

Lesa meira

Árið 2020 komu þráðlausu sýndarveruleikagleraugun Oculus Quest 2 fyrst á markað. Síðan þá hefur Facebook, sem er eigandi Oculus, breytt nafninu á búnaðnum í Meta Quest 2, eða einfaldlega Quest 2. Mikill verðmunur er á Quest 2 erlendis og á Íslandi. Hér á landi er Quest 2 pakkinn að seljast á í kringum 70.000 kr. á meðan kostar sami pakki 349 Evrur, eða um 49.000 íslenskar krónur í Meta Store í Evrópu. Ólíkt flestum öðrum vefverslunum bætast engin gjöld og enginn sendingarkostnaður við upphæðin þegar varan er pöntuð og send til Íslands og geta Quest 2 kaupendur þar með sparað…

Lesa meira

Verðlaunaafhending norrænu tölvuleikjaverðlaunanna Nordic Game Awards 2022 fór fram fimmtudaginn síðastliðinn á Nordic Game ráðstefnunni í Malmö, Svíþjóð. Returnal, It Takes Two, Valheim og NUTS voru meðal þeirra leikja sem voru verðlaunaðir. NUTS hlaut verðlaun í flokkinum besti leikurinn á litlum skjá (Nordic Game of the Year: Small Screen). NUTS flokkast sem íslenskur tölvuleikur en hann er framleiddur af fimm manna teymi og þar af eru tveir í teyminu frá Íslandi, þeir Jonatan Van Hove (Joon) og Torfi Ásgeirsson. NUTS hlaut verðlaun í flokknum besti leikurinn á litlum skjá (Nordic Game of the Year: Small Screen). Fyrirkomulagið á afhendingunni var…

Lesa meira

Tölvuleikjahönnuðir hafa snúið bökum saman vegna innrásar Rússa í Úkraínu og hafa hrint af stað hjálparsöfnun. Um er að ræða sérsmíðaðan tölvuleikjapakka sem inniheldur alls 992 tölvuleikjatitla sem er andvirði í kringum 860.000 kr. Þessi tæplæega þúsund titla leikjapakki fæst nú á 1.400 kr, eða 10 Bandaríkjadali, en kaupendur geta keypt pakkann á dýrara verði óski þeir eftir því að veita samtökunum hærri styrk. Ágóði sölunnar rennur til samtakanna International Medical Corps sem veitir Úkraínumönnum læknisaðtoð og Voices of Children sem aðstöðar börn við að ráða við ýmiskonar áföll sem þau verða fyrir vegna stríðsins. Nú þegar hafa safnast yfir…

Lesa meira

Horizon Forbidden West er opinn hasar- og ævintýraleikur frá hollenska leikjafyrirtækinu Guerrilla Games. Leikurinn kom í verslanir 18. febrúar síðastliðinn og er eingöngu fáanlegur á PlayStation 4 og PlayStation 5 leikjatölvurnar. Fyrri Horizon leikurinn, Horizon Zero Dawn frá árinu 2017, þótti einstaklega vel heppnaður og hlaut lof gagnrýnenda. Til að mynda gáfum við hjá Nörd Norðursins leiknum fjórar stjörnur af fimm mögulegum og endaði leikurinn einnig á lista yfir bestu leiki ársins 2017. Það er því ekkert skrítið að margir hafa beðið spenntir eftir framhaldinu og krossa nú fingur að leikurinn standist væntingar. Söguríkur leikur Horizon Forbidden West er beint…

Lesa meira

Þú hér?! Hvernig komstu hingað?? Sástu ekki bannskiltið fyrir framan innganginn? Ertu viss um að þú viljir vera hérna? Ég er ekki svo viss… Sérðu X-ið þarna uppi í horninu á vafranum þínum? Viltu ekki bara smella snöggvast á það og loka glugganum? Það er þér fyrir bestu. Því að því minna sem þú veist um leikinn Inscryption, því betra fyrir þig. FARÐU SEGI ÉG! Ertu enn hér? Þú hlýtur að vera ansi forvitinn um þennan blessaða leik. Jæja þá. Fyrst þú eeendilega vilt. Ég skal segja þér aðeins frá Inscryption, en bara aðeins. Mig langar mikið að tala um…

Lesa meira