Fréttir

Birt þann 29. október, 2022 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Gzero kveður – Lokakvöldið í kvöld

Gzero, eða Ground Zero, var stofnað árið 2002 og hefur undanfarna tvo áratugi boðið upp á aðstöðu til að spila tölvuleiki. Fyrr á árinu var rekstur fyrirtækisins auglýstur og um seinustu mánaðarmót birti Gzero tilkynninu þar sem fram kom að starfseminni yrði hætt og tölvubúnaður þeirra væri til sölu.

Seinasta kvöldið á Gzero verður í kvöld, laugardaginn 29. október. Við hvetjum alla spilara sem eiga góðar minnigar frá Gzero að taka sinn lokaleik og kveðja staðinn og þakka fyrir árin. Óhætt er að fullyrða að Gzero hafi haft mótandi áhrif á íslenska tölvuleikjasamfélagið og upphafsár rafíþrótta á Íslandi. Tölvuleikjasetrið Arena þakkar Gzero fyrir að hafa rutt veginn eins og þeir orða það sjálfir.

Við nördarnir viljum nota tækifærið og þakka Gzero kærlega fyrir öll tuttugu árin!

Mynd: Gzero lógó

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑