Fréttir

Birt þann 7. júní, 2023 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

0

Nú hægt að spila KARDS í símanum

Í gær tilkynnti íslenska tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games að kortspilaleikurinn þeirra KARDS væri nú aðgengilegur í gegnum Google Play og App Store. Í leiknum berjast spilarar gegn öðrum spilurum með því að nota kortaspil sem vísa í seinni heimsstyrjöldina. Spilarar skiptast á að setja út kortaspil sem hafa ýmis konar áhrif á gang leiksins.

KARDS var upphaflega gefinn út árið 2019 á PC og er nú einnig hægt að spila leikinn í símum. Leikurinn er ókeypis og hefur verið keppt í honum í rafíþróttum. Í leiknum getur spilarinn valið á milli þess að kaupa aukaspil í stokkinn sinn með raunverulegum peningum eða með því að spila leikinn og klára verkefni.

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑