Dagana 18.-21. maí var Nordic Game ráðstefnan haldin í Malmö í Svíþjóð en þar kemur norræni leikjabransinn saman á hverju ári til að deila reynslusögum, efla tengslanetið og fleira. Á ráðstefnunni er boðið upp á fjölda áhugaverðra fyrirlestra og í ár var sjálfur Hideo Kojima fenginn til að mæta á staðinn og svara spurningum. Áberandi fleiri erindi um efni tengt VR var á dagskránni þetta árið en í fyrra, sem er í takt við það sem er að gerast í tölvuleikjaheiminum í dag. Tim Sweeney um þróun á grafík og VR Í opnunarfyrirlestri ráðstefnunnar var Tim Sweeney, einn af stofnendum…
Author: Bjarki Þór Jónsson
Félagasamtökin Stjörnufræðivefurinn hafa verið úrskurðuð gjaldþrota. Stjörnufræðivefurinn hefur ekki borgar skuld sem nemur 450.000 kr., en sú upphæð er vegna vangoldins virðisaukaskatts á sólmyrkvagleraugunum sem Stjörnufræðivefurinn sá um að selja og gefa skólabörnum í tengslum við sólmyrkvan 20. mars 2015. Sævar Helgi Bragason, eigandi Stjörnufræðivefsins, sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins í gær vegna málsins: „Sólmyrkvagleraugun halda áfram að vinda upp á sig. Verkefnið kostaði 5 milljónir og þegar upp er staðið er 450 þúsund króna tap á því vegna vangoldins virðisaukaskatts. Verið er að vinna í að leysa þetta og afturkalla gjaldþrotslýsinguna. Ég bíð nú bara eftir…
Í dag, laugardaginn 21. maí, verður sannkölluð tölvuleikjaveisla í Tölvutek og Tölvulistanum. Tölvutek opnar stærstu sérhæfðu leikjadeild landsins og mun halda upp á það með Rocket League leikjamóti sem hefst kl. 11:00 í dag. Sigurliðið fær Rig 500 leikjaheyrnartól frá Plantronics í verðlaun auk þess að eiga möguleika á því að verða Rocket League lið Tölvuteks. Í samstarfi við íslenska fyrirtækið Aldin Dynamics verður gestum einnig boðið að prófa VR-leikinn Waltz of the Wizard sem fyrirtækið kynnti meðal annars á GDC fyrr á þessu ár. Í leiknum notar spilarinn HTC Vive sýndarveruleikagleraugun og fer í hlutverk galdramanns. Sama dag í Tölvulistanum…
Í dag er föstudagurinn þrettándi og því tilvalið að setja í hryllingsgírinn og spila einhvern góðan leik sem lætur hárin rísa. Hér er listi yfir níu nýlega hryllingsleiki sem óhætt er að mæla með. Ef þessi listi dugar ekki til þá bendum við á þennan lista yfir hrollvekjur, þennan lista yfir klassískar zombí-kvikmyndir og þennan lista frá árinu 2011 yfir 13 hrollvekjandi leiki. #1 ALIEN: ISOLATION Stórkostlega fallegur og taugastrekkjandi leikur sem auðvelt er að sökkva sér í. Klárlega leikur fyrir þá sem fíluðu Alien myndirnar. > Horfa á stiklu #2 AMONG THE SLEEP Þú stjórnar hjálparlausu barni sem þarf að…
Óli Gneisti Sóleyjarson, bókasafns- og upplýsingafræðingur og höfundur Kommentakerfisins, hefur hrint af stað fjáröflunarsíðu á Karolina Fund fyrir gerð heimildarmyndar um ris og fall vídeóspólunnar á Íslandi. Óli óskar eftir 3.500 Evrum (u.þ.b. 500.000 kr.) svo hægt sé að gera heimildarmyndina og gefa hana út á netinu. Kostnaðurinn samanstendur af rannsóknarvinnu, uppsetningu, viðtölum, klippingu og öðrum tæknilegum atriðum, auk útgáfu og dreifingu myndarinnar. Í verkefnalýsingu segir Óli að miklar deilur hafi fylgt þessari nýju tækni: „Þegar myndbandstæknin hóf innreið sína á Íslandi var samfélagið allt annað en það er í dag. Það átta sig ekki allir á hve miklar deilur…
Undanfarna daga og vikur hefur ansi margt gengið á í tengslum við forsetakosningarnar í sumar. Ólafur hætti við að hætta við, en hætti svo aftur við meðal annars vegna þess að Davíð Oddsson ákvað að bjóða sig fram til forseta. Í leiknum á Davíð að safna atkvæðum (punktum) og forðast að snerta mótframbjóðendurna… Nú hefur skapandi leikjahönnuður búið til tölvuleik í anda Pac-Man þar sem spilarinn stjórnar Davíði Oddssyni, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins. Leikurinn heitir „Dabbi kóngur“ (sem er tilvísun í þekkt atriði úr áramótaskaupinu frá árinu 2001) og í honum stjórnar spilarinn Davíði með svipuðum hætti og Pac-Man…
Mikil spenna ríkti fyrir Fallout 4 þegar hann var gefinn út í nóvember á síðasta ári, enda hafa Fallout leikirnir náð miklum vinsældum í leikjaheiminum með leikjum á borð við Fallout 3 og Fallout: New Vegas. Líkt og áður er það tölvuleikjafyrirtækið Bethesda sem stendur á bak við nýja Fallout leikinn en undanfarin ár hafa þeir einnig sett mikið púður í The Elder Scrolls leikjaseríuna. Sögusvið Fallout 4 er Boston árið 2287. Borgin er rústir einar þar sem 210 ár eru liðin frá hræðilegu kjarnorkustríði sem lagði nánast allt í rúst. Spilarinn stjórnar persónu (sem hann fær að búa til)…
Ný stikla úr Call of Duty: Infinite Warfare var birt fyrr í dag á YouTube-síðu Call of Duty leikjaseríunnar. Eins og sést í stiklunni mun leikurinn innihalda nóg af hasar og spennu, á jörðu niðri sem og í geimnum! Í stiklunni er minnst tónlistarmannsins David Bowie sem lést fyrr á árinu með Space Oddity ábreiðu sem hljómar í seinni hluta stiklunnar. Leikurinn er væntanlegur í verslanir 4. nóvember 2016.
Hér er að finna sýnirhorn úr broti af því besta fyrir maí mánuð. Battleborn – 3. maí Stellaris – 9. maí Uncharted 4: A Thief’s End – 10. maí Doom – 13. maí Shadow of the Beast – 17. maí Homefront: The Revolution – 20. maí Overwatch – 24. maí Total War: Warhammer – 24. maí Mynd: Overwatch