Author: Bjarki Þór Jónsson

Fyrsti Doom leikurinn var gefinn út árið 1993 og braut blað í sögu tölvuleikja sem fyrstu persónu skotleikur – hlaðinn spennu, hraða og rokktónlist. Síðan þá hafa nokkrir Doom leikir komið út og þeir hlotið misgóða dóma. Nýjasti Doom leikurinn kom í verslanir í seinasta mánuði og hafa margir beðið eftir honum með mikilli eftirvæntingu eftir að sýnt var brot úr leiknum á E3 í fyrra. HELVÍTI Á MARS Söguþráður nýja leiksins hljómar kunnuglega. Eitthvað hefur farið úrskeiðis í tilraunum á plánetunni Mars sem hefur opnað hlið til helvítis. Plánetan er full af djöflum og púkum sem þú þarft að…

Lesa meira

Tónlistarleikurinn Mussila frá íslenska fyrirtækinu Rosamosi lenti á íslenska App Store í gær. Leikurinn er ætlaður krökkum á aldrinum 6-11 ára og er tilgangur hans að kenna krökkum á grunninn í tónlist á skemmtilegan hátt. Í leiknum er meðal annars hægt að spilað á hljóðfæri, taka upp lög, spila nótur, æfa taktinn, setja upp hljómsveit og læra að þekkja 12 mismunandi hljóðfæri svo eitthvað sé nefnt. Leikurinn inniheldur engar auglýsingar, ekkert ofbeldi og enga aukahluti sem kosta peninga eftir að leikurinn er keyptur, en leikurinn kostar í kringum 900 kr. (7,4 dollara) á App Store. Leikurinn hlaut styrk frá Nordic…

Lesa meira

Hér er að finna sýnirhorn úr broti af þeim leikjum sem koma í verslanir í júní mánuði. Dangerous Golf – 3. júní Hearts of Iron IV – 6. júní Edge of Nowhere (VR) – 6. júní Mirror’s Edge Catalyst – 9. júní Kirby: Planet Robobot – 10. júní Sherlock Holmes: The Devil’s Daughter – 10. júní Umbrella Corps – 21. júní Lego Star Wars: The Force Awakens – 28. júní Forsíðumynd: Mirror’s Edge Catalyst

Lesa meira

Dagana 18.-21. maí var Nordic Game ráðstefnan haldin í Malmö í Svíþjóð en þar kemur norræni leikjabransinn saman á hverju ári til að deila reynslusögum, efla tengslanetið og fleira. Á ráðstefnunni er boðið upp á fjölda áhugaverðra fyrirlestra og í ár var sjálfur Hideo Kojima fenginn til að mæta á staðinn og svara spurningum. Áberandi fleiri erindi um efni tengt VR var á dagskránni þetta árið en í fyrra, sem er í takt við það sem er að gerast í tölvuleikjaheiminum í dag. Tim Sweeney um þróun á grafík og VR Í opnunarfyrirlestri ráðstefnunnar var Tim Sweeney, einn af stofnendum…

Lesa meira

Fé­laga­sam­tök­in Stjörnu­fræðivef­ur­inn hafa verið úrskurðuð gjaldþrota. Stjörnufræðivefurinn hefur ekki borgar skuld sem nemur 450.000 kr., en sú upphæð er vegna vangoldins virðisaukaskatts á sólmyrkvagleraugunum sem Stjörnufræðivefurinn sá um að selja og gefa skólabörnum í tengslum við sólmyrkvan 20. mars 2015. Sævar Helgi Bragason, eigandi Stjörnufræðivefsins, sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins í gær vegna málsins: „Sólmyrkvagleraugun halda áfram að vinda upp á sig. Verkefnið kostaði 5 milljónir og þegar upp er staðið er 450 þúsund króna tap á því vegna vangoldins virðisaukaskatts. Verið er að vinna í að leysa þetta og afturkalla gjaldþrotslýsinguna. Ég bíð nú bara eftir…

Lesa meira

Í dag, laugardaginn 21. maí, verður sannkölluð tölvuleikjaveisla í Tölvutek og Tölvulistanum. Tölvutek opnar stærstu sérhæfðu leikjadeild landsins og mun halda upp á það með Rocket League leikjamóti sem hefst kl. 11:00 í dag. Sigurliðið fær Rig 500 leikjaheyrnartól frá Plantronics í verðlaun auk þess að eiga möguleika á því að verða Rocket League lið Tölvuteks. Í samstarfi við íslenska fyrirtækið Aldin Dynamics verður gestum einnig boðið að prófa VR-leikinn Waltz of the Wizard sem fyrirtækið kynnti meðal annars á GDC fyrr á þessu ár. Í leiknum notar spilarinn HTC Vive sýndarveruleikagleraugun og fer í hlutverk galdramanns. Sama dag í Tölvulistanum…

Lesa meira

Í dag er föstudagurinn þrettándi og því tilvalið að setja í hryllingsgírinn og spila einhvern góðan leik sem lætur hárin rísa. Hér er listi yfir níu nýlega hryllingsleiki sem óhætt er að mæla með. Ef þessi listi dugar ekki til þá bendum við á þennan lista yfir hrollvekjur, þennan lista yfir klassískar zombí-kvikmyndir og þennan lista frá árinu 2011 yfir 13 hrollvekjandi leiki. #1 ALIEN: ISOLATION Stórkostlega fallegur og taugastrekkjandi leikur sem auðvelt er að sökkva sér í. Klárlega leikur fyrir þá sem fíluðu Alien myndirnar. > Horfa á stiklu #2 AMONG THE SLEEP Þú stjórnar hjálparlausu barni sem þarf að…

Lesa meira

Óli Gneisti Sóleyjarson, bókasafns- og upplýsingafræðingur og höfundur Kommentakerfisins, hefur hrint af stað fjáröflunarsíðu á Karolina Fund fyrir gerð heimildarmyndar um ris og fall vídeóspólunnar á Íslandi. Óli óskar eftir 3.500 Evrum (u.þ.b. 500.000 kr.) svo hægt sé að gera heimildarmyndina og gefa hana út á netinu. Kostnaðurinn samanstendur af rannsóknarvinnu, uppsetningu, viðtölum, klippingu og öðrum tæknilegum atriðum, auk útgáfu og dreifingu myndarinnar. Í verkefnalýsingu segir Óli að miklar deilur hafi fylgt þessari nýju tækni: „Þegar myndbandstæknin hóf innreið sína á Íslandi var samfélagið allt annað en það er í dag. Það átta sig ekki allir á hve miklar deilur…

Lesa meira