Fréttir

Birt þann 13. júní, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

E3 2016: Nýr Quake skotleikur í bígerð

Verið er að endurvekja gömlu klassísku fyrstu persónu skotleikina til lífsins hvern á fætur öðrum. Fyrst var það Wolfenstein, svo Doom og á E3 kynningu Bethesda nú í nótt bættist Quake við listann! Þessir þrír leikir höfðu allir gríðarlega mikil áhrif á velgengni og vinsældir fyrstu persónu skotleikja á sínum tíma og má segja að þeir hafa lagt línurnar fyrir fyrstu persónu skotleiki nútímans. Nýji Quake leikurinn ber heitið Quake Champions og mun fókusa á fjölspilun. Hægt verður að velja á milli mismunandi skotkappa sem hafa mismunandi hæfileika og mismunandi stíl. Leikurinn er búinn til sérstaklega með tölvuleikjakeppnir (eSports) í huga og verður þar af leiðandi keppt reglulega í leiknum. Nánari upplýsingar um leikinn verða veittar á QuakeCon ráðstefnunni sem verður haldin í Dallas í Bandaríkjunum næstkomandi ágúst.

E3 stiklan úr Quake Champions

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑