Ný sýnishorn úr platformer-leiknum Super Lucky’s Tale og sjóræningja fjölspilunarleiknum Sea of Thieves voru birt á E3 kynningu Microsoft í gærkvöld. Super Lucky’s Tale er krúttlegur leikur sem má líklega staðsetja á milli Super Mario Bros. leiks og Rayman á meðan Sea of Thieves eru sjóræningar í aðalhlutverki þar sem fjarsjóðir og fallbyssur koma við sögu. Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017 SUPER LUCKY’S TALE SEA OF THIEVES
Author: Bjarki Þór Jónsson
Á E3 kynningu Microsoft voru sýnd ný brot úr framtíðar-sæberpönk leiknum The Last Night, úr nýjum kafla í Life is Strange sem kallast Before the Storm, auk þess sem sýnd var kitla úr hinum tilfinningaþrungna Ori and the Will of the Wisps. Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017 THE LAST NIGHT LIFE IS STRANGE: BEFORE THE STORM ORI AND THE WILL OF THE WISPS
Zombíleikurinn State of Decay 2, þar sem allt snýst um að halda sér á lífi, byggja upp varnir og drepa zombía, er væntanlegur vorið 2018 og verður eingöngu gefinn út á Xbox One og PC (Windows 10). Enginn annar en Terry Crews kynnti nýjasta Crackdown leikinn, Crackdown 3, í nýju myndabandi sem sýnt var á E3 kynningu Microsoft. Hægt að sjá nýjasta brotið úr þeim leik hér fyrir neðan. STATE OF DECAY 2 CRACKDOWN 3
Endurbætt útgáfa Xbox One, Xbox One X (hefur gengið undir verkefnaheitinu Project Scorpio), var kynnt á E3 kynningu Microsoft í kvöld. Um er að ræða kraftmestu leikjatölvuna sem komið hefur á markað. Vélbúnaður Xbox One X hefur verið uppfærður og er kraftmeiri en í upprunalegu Xbox One leikjatölvunni. Einn stærsti þátturinn sem aðskilur Xbox One X frá upprunalegu Xbox One er að endurbætta útgáfan styður 4K upplausn og getur spilað tölvuleiki og kvikmyndir í 4K. Xbox One X er sömuleiðis töluvert hraðari og getur spilað leiki á 60 römmum á sekúndu (eins og til dæmis Forza 7) og á að…
Anthem var kynntur til leiks í gær á E3 kynningu EA leikjafyrirtækisins. Stutt kitla fylgdi tilkynningunni sem sagði okkur lítið en í kvöld var birt langt sýnishorn úr leiknum þar sem sést hvernig spilun leiksins virkar. Spilarinn hefur það markmið að kanna svæðin í kring um sitt heimasvæði og vernda mannkynið – hvorki meira né minna. Hver persóna klæðist „power suit“ sem hægt er að breyta og aðlaga. Búningurinn virkar sem brynja, inniheldur vopn og þotubagga. Þessi þriðju persónu hasar- skotleikur er væntanlegur í verslanir á næsta ári.
Microsoft hefur að undanförnu unnið að því að fá fleiri og fleiri Xbox 360 leiki til að virka á Xbox One. Nú virka yfir 300 Xbox 360 titlar á Xbox One leikjatölvunni. Á E3 kynningu Microsoft tilkynnti fyrirtækið að fleiri leikir eiga eftir að bætast við þann lista auk þess sem valdir leikjatitlar frá upprunalegu Xbox leikjatölvunni eiga eftir að virka á Xbox One, þar á meðal Crimsons Skies. … leikjatitlar frá upprunalegu Xbox leikjatölvunni eiga eftir að virka á Xbox One, þar á meðal Crimsons Skies. Microsoft var um tíma harðlega gagnrýnt fyrir að bjóða ekki upp á þann…
Yfir þrjár milljónir spilara spila fjölspilunarleikinn PlayerUnknown’s Battlegrounds á PC í dag og tilkynnti Microsoft á E3 kynningu sinni fyrr í kvöld að leikurinn væri væntanlegur á Xbox One. PlayerUnknown’s Battlegrounds er væntanlegur síðar á þessu ári á Xbox One.
Forza 7 er væntanlegur 3. október á þessu ári og mun leikurinn keyra í 4K gæðum og 60 römmum á sekúndu á nýju Xbox One X leikjatölvunni frá Microsoft. Forza bílaleikirnir hafa náð miklum vinsældum í gegnum árin og þykja með flottari og vandaðri bílaleikjum. Nýir Forza leikir eru gefnir út með reglulegu millibili og mun Forza 7 eingöngu vera fáanlegur á PC (Windows 10) og Xbox One leikjatölvurnar. Nýtt sýnishorn úr nýjasta Assassin’s Creed leiknum, Assassin’s Creed Origins, var birt á E3 kynningu Microsoft. Að þessu sinni er sögusvið leiksins Egyptaland. Spilun leiksins virðist vera sambærileg eldri Assassin’s Creed…
Nýtt sýnishorn úr nýjasta Metro leiknum, Metro Exodus, var sýnt á E3 kynningu Microsoft fyrr í kvöld. Líkt og fyrri leikir byggir leikurinn á sögum eftir rússneska rithöfundinn Dmitry Glukhovsky. Leikurinn er væntanlegur á næsta ári. Í sömu kynningu var birt nýtt sýnishorn úr Shadow of War, sem er framhaldið af Shadow of Mordor (hægt að lesa gagnrýnina okkar á þeim leik hér) og hafa leikjahönnuðir leiksins þróað óvinakerfið enn frekar eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan. Shadow of War er væntanlegur 10. október 2017. METRO EXODUS SHADOW OF WAR
Stofnaður hefur verið hópur á Facebook sérstaklega fyrir kvenkyns spilara. Hópurinn kallast GG | Girl Gamers og var nýlega stofnaður af Melínu Kolku. Hún vakti athygli á hópnum á Facebook-hópnum Tölvuleikjasamfélagið og segir að viðbrögðin hafa verið gríðarlega jákvæð. Ætlunin með nýja hópnum sé ekki að ýta karlmönnum í burt, heldur einfaldlega að gefa stelpum tækifæri á að tengjast. „Móttökurnar hafa verið frábærar! Bæði frá strákum og stelpum. Það kom mér á óvart hversu margir strákar hafa sent mér skilaboð um hvað þetta sé „flott framtak“ og fleiri jákvæða hluti. Svo er þessi grúppa líka að stækka svo hratt sem…