Fréttir

Birt þann 29. ágúst, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

CCP gefur út Sparc í dag

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP gefur út sýndarveruleikaleikinn Sparc í dag fyrir PS4 leikjatölvuna. Sparc er keppnis-sýndarveruleikaleikur, (eða vSport, sem stendur fyrir virtual sport) þar sem spilarar keppa í rauntíma. Spilarar eru vopnaðir kastkúlu og skyldi og fá stig í hvert sinn sem þeir kasta kúlunni og hæfa andstæðinginn. Skjöldurinn er svo notaður til þess að verjast skotum andstæðingsins. Sá sem nær að safna flestum stigum stendur að lokum uppi sem sigurvegari.

Sparc er til að byrja með eingöngu fáanlegur á PS VR, sýndarveruleikabúnað PlayStation 4, en er væntanlegur á PC.

Frumútgáfa leiksins bar heitið Project Arena og var til sýnis og prófunar á EVE Fanfest hátíðinni í fyrra. Í kjölfar jákvæðra viðbragða gesta og blaðamanna á Fanfest, E3 tölvuleikjaráðstefnunni og Gamescom ákvað fyrirtækið að setja leikinn í fulla vinnslu. Leikurinn hefur verið í þróun á starfsstöð CCP í Atlanta í Bandaríkjunum. Sparc er til að byrja með eingöngu fáanlegur á PS VR, sýndarveruleikabúnað PlayStation 4, en er væntanlegur á PC. Leikurinn min kosta $29.99/ €29.99/£22.99 á PlayStation Store, eða á bilinu þrjú til fjögur þúsund íslenskar krónur á núverandi gengi.

Þeir sem tengjast og keppa í netsamfélagi Sparc spilara eru að taka þátt í því sem við teljum vera ein byltingarkenndasta leikaupplifun sem komið hefur fram á sviði sýndarveruleika til þessa. Við erum spennt fyrir því að gefa Sparc fyrst út fyrir PS VR og gefa stórum hópi spilara tækifæri að njóta leikjaupplifunarinnar af eigin raun.“ segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.

Sparc er sjötti leikurinn frá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu og sá fyrsti frá fyrirtækinu sem gerist ekki í EVE heiminum. CCP hefur áður hefur gefið út leikina EVE: Online, DUST 514, Gunjack, EVE: Valkyrie og Gunjack 2: End of Shift. Í haust og vetur mun fyrirtækið gefa út viðbætur við bæði EVE Online og EVE: Valkyrie.

Deila efni

Tögg: , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑