Menning

Birt þann 27. júní, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

IGI Summer Jam hefst 30. júní

IGI, samtök leikjaframleiðandi á Íslandi, standa fyrir Summer Jam sem fer fram helgina 30. júní til 2. júlí næstkomandi. Þetta er í þriðja sinn sem að IGI skipuleggur svokallað Game Jam, eða leikjadjamm eins og það mætti kalla á óformlegri íslensku, en á slíkum viðburðum kemur saman áhuga- og fagfólk á sviði leikjahönnunar sem keppir um að búa til nýja leiki innan setts tímaramma (oftast örfáir dagar) og þá gjarnan út frá ákveðnum reglum eða þema. IGI Summer Game Jam leikjadjammið er opið öllum hópum og einstaklingum en nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn þar sem hann takmarkast við 40 sæti.

Við nördarnir hvetjum að sjálfsögðu sem flesta til að taka þátt! Á seinasta leikjadjammi IGI, IGI Pub Jam, litu 15 nýir leiknir dagsins ljós. Hægt er að skoða og prófa leikina hér á itch.io.

Nánari upplýsingar má finna á Facebook viðburðinum IGI Summer Jam.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑