Fréttir

Birt þann 24. október, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Brynjólfur Erlingsson með AMA á Facebook – Hefur starfað 10 ár í leikjabransanum

Brynjólfur Erlingsson er með AMA (Ask Me Anything) þráð í Facebook-hópnum Tölvuleikjasamfélagið. Brynjólfur hefur starfað í leikjabransanum undanfarinn áratug, þar á meðal hjá CCP, Dice, Paradox og nú hjá Mojang þar sem hann hefur unnið við að greina gögn og skipuleggja gagnamódel.  Meðal tölvuleikja sem Brynjólfur hefur komið að eru leikir á borð við Minecraft, EVE Online, Battlefield, Europa Universalis, Crusader Kings, Magicka, Pillars of Eternity, Medal of Honor, Top Eleven og Knights of Pen and Paper.

Hægt er að beina spurningum til Brynjólfs og lesa svör hans á Tölvuleikjasamfélaginu á Facebook.

Til gamans má geta tókum við stutt viðtal við Brynjólf árið 2011, þegar Nörd Norðursins var að hefja göngu sína og Brynjólfur starfaði hjá DICE. Viðtalið er hægt að lesa í heild sinni hér.

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑