Í seinasta mánuði kom út bardagaleikurinn Injustice 2 á PlayStation 4 og Xbox One leikjatölvurnar. Bardagakappar leiksins eru ofurhetjur úr DC heiminum og er meðal annars hægt að berjast sem Batman, Superman, Supergirl, Flash, The Joker, Harley Quinn, Swamp Thing, Catwoman, Wonder Woman og Green Lathern. Sagan í Injustice 2 er á þá leið að hópur illmenna sem kalla sig The Society, með górilluna Gorilla Grodd og illmennið Brainiac fremsta í flokki, stefna á heimsyfirráð. Þessi plön leggjast illa í Batman og vegna deilna milli Batman og Superman neyðist Batman til að vinna með ýmsum með vafasama fortíð, þar á…
Author: Bjarki Þór Jónsson
IGI, samtök leikjaframleiðandi á Íslandi, standa fyrir Summer Jam sem fer fram helgina 30. júní til 2. júlí næstkomandi. Þetta er í þriðja sinn sem að IGI skipuleggur svokallað Game Jam, eða leikjadjamm eins og það mætti kalla á óformlegri íslensku, en á slíkum viðburðum kemur saman áhuga- og fagfólk á sviði leikjahönnunar sem keppir um að búa til nýja leiki innan setts tímaramma (oftast örfáir dagar) og þá gjarnan út frá ákveðnum reglum eða þema. IGI Summer Game Jam leikjadjammið er opið öllum hópum og einstaklingum en nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn þar sem hann takmarkast við…
Á næstu mánuðum mun SEGA endurútgefa fjölmarga klassíska retrósmelli fyrir snjalltæki. Verkefnið kallast SEGA Forever og er áætlað að nýir retrótitlar bætist við safnið í hverjum mánuði. Nú þegar hafa nokkrir leikir verið gefnir út í gegnum SEGA Forever batteríið og það eru leikirnir Sonic the Hedgehog, Comix Zone, Altered Beast, Kid Chameleon og Phantasy Star II. Leikirnir eru og verða aðgengilegir í gegnum Google Play fyrir Android notendur og App Store fyrir iOS notendur.
Það sem vakti sérstaka athygli okkar eftir nýlega Costco heimsókn var verðið á PlayStation 4 Pro leikjatölvunni, en það virtist vera töluvert lægra en aðrar verslanir á Íslandi hafa verið að auglýsa hingað til. Við ákváðum í framhaldinu að rannsaka málið betur og bera saman verð á umræddri leikjatölvu nokkra mánuði aftur í tímann. Þess má geta þá hefur verðið erlendis lítið breyst frá því að PlayStation 4 Pro kom á markaðinn í nóvember 2016. Almennt verð var 349 bresk pund (u.þ.b. 44.400 kr. á núverandi gengi) og hefur það verð haldist nokkuð stöðugt. Í dag kostar tölvan 338 pund…
Þann 7. júní tókum við okkar annan rúnt um Costco verslunina í Garðabæ. Í fyrstu heimsókn okkar fundum við nokkrar áhugaverðar bækur sem lesendur okkur gætu haft gaman af. Að þessu sinni skoðuðum við raftækjadeildina betur og hvort vöruúrval nördans hefði breyst frá fyrri heimsókn. Og viti menn! PlayStation 4 Pro leikjatölvan var mætt í Costco og kostaði þá 46.999 kr. Verðið þótti lægra en áður hefur verið auglýst hér á landi og ákváðum við þess vegna að gera smá verðkönnun, þar sem kemur í ljós að verðið var mun lægra en aðrar verslanir á Íslandi hafa verið að bjóða…
Sony birti sýnishorn úr væntanlegum VR-leikjum á kynningu sinni fyrir E3 þetta árið; veiðileikinn Monster of the Deep: Final Fantasy XV, geimleikinn Star Child, hryllingsleikinn The Inpatient frá Supermassive Games (þeir gerðu meðal annars Until Dawn), skotleikinn Bravo Team, ævintýraleikinn Moss (sem minnir svolítið á miðaldarútgáfu af Sturta Little) auk þess sem þeir birtu sýnishorn úr VR-útgáfunni af Skyrim. Bætt við kl. 14:02 þann 13.6.2017: Superhot VR og Sparc eru einnig væntanlegir á PSVR og hefur sýnishornum úr þeim leikjum verið bætt hér við listann. Þess má geta að þá er þtta er aðeins brot af því sem framundan er fyrir…
Sony kynnti ný sýnishorn úr Uncharted: The Lost Legacy, Monster Hunter World og Destiny 2 á kynningu sinni fyrir E3. Uncharted: The Lost Legacy verður fyrsti leikurinn í Uncharted seríunna þar sem Nathan Drake verður ekki aðalpersónan í leiknum, en það eru tvær ævintýraþyrstar kvenhetjur sem taka við keflinu í þetta skiptið. Leikurinn er væntanlegur á PlayStation 4 22. ágúst á þessu ári. Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017 Í Monster Hunter World berst spilarinn við risavaxnar risaeðlur vopnaður sverði, göldrum og skotvopnum. Leikjaheimurinn í leiknum er opinn og virðist vera hægt að kanna stór svæði í honum. Leikurinn…
Ný sýnishorn úr platformer-leiknum Super Lucky’s Tale og sjóræningja fjölspilunarleiknum Sea of Thieves voru birt á E3 kynningu Microsoft í gærkvöld. Super Lucky’s Tale er krúttlegur leikur sem má líklega staðsetja á milli Super Mario Bros. leiks og Rayman á meðan Sea of Thieves eru sjóræningar í aðalhlutverki þar sem fjarsjóðir og fallbyssur koma við sögu. Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017 SUPER LUCKY’S TALE SEA OF THIEVES
Á E3 kynningu Microsoft voru sýnd ný brot úr framtíðar-sæberpönk leiknum The Last Night, úr nýjum kafla í Life is Strange sem kallast Before the Storm, auk þess sem sýnd var kitla úr hinum tilfinningaþrungna Ori and the Will of the Wisps. Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017 THE LAST NIGHT LIFE IS STRANGE: BEFORE THE STORM ORI AND THE WILL OF THE WISPS
Zombíleikurinn State of Decay 2, þar sem allt snýst um að halda sér á lífi, byggja upp varnir og drepa zombía, er væntanlegur vorið 2018 og verður eingöngu gefinn út á Xbox One og PC (Windows 10). Enginn annar en Terry Crews kynnti nýjasta Crackdown leikinn, Crackdown 3, í nýju myndabandi sem sýnt var á E3 kynningu Microsoft. Hægt að sjá nýjasta brotið úr þeim leik hér fyrir neðan. STATE OF DECAY 2 CRACKDOWN 3