Author: Bjarki Þór Jónsson

Nokkur góð tilboð er að finna á Google Play um þessar mundir á spilaleikjum frá franska spilaútgefandanum Asmodee. Um er að ræða app-útgáfur af þekktum borðspilum. Þar má meðal annars nefna Colt Express sem á að kosta €4.24 (ca. 525) en er nú á €1.69 (ca. 209) og Pandemic sem er á sambærilegu tilboði. Hér er brot af því sem er á tilboði næstu tvo dagana eða svo. Colt Express Venjulegt verð: €4.24 Tilboðsverð: €1.69 Pandemic: The Board Game Venjulegt verð: €4.24 Tilboðsverð: €1.69 Twilight Struggle Venjulegt verð: €4.24 Tilboðsverð: €1.69 Splendor Venjulegt verð: €5.93 Tilboðsverð: €1.69 Small World 2…

Lesa meira

Líkt og áður hefur komið fram er íslenska karlalandsliðið í nýjasta FIFA fótboltaleiknum, FIFA 18. Í samtali við mbl.is var skotið á að sölumet yrði sett hér á landi vegna þessa og hefur leikurinn selst ótrúlega vel hingað til samkvæmt nýjustu tölum frá Senu. Brugðið var upp á það ráð að bjóða upp á sérstaka KSÍ kápu til að gefa leiknum íslenskan blæ og um leið að halda upp á þennan skemmtilega áfanga. PES, eða Pro Evoltuion Soccer, er annar vinsæll fótboltaleikur og þar má einnig finna íslenska landsliðið. Hér fyrir neðan eru sýnishorn úr báðu leikjunum, FIFA 18 og PES…

Lesa meira

Íslenska fyrirtækið Sólfar hefur í samvinnu við RVX unnið að PlayStation VR útgáfu af sýndarveruleikaupplifuninni EVEREST VR. Upplifunin hefur nú þegar verið gefin út fyrir HTC Vive og Oculus Rift sýndarveruleikagleraugun á PC. EVEREST VR er upplifun frekar en leikur í hefðbundnum skilningi þar sem hægt er að upplifa nokkur mismunandi atriði sem gerast á Everest fjalli í fyrstu persónu, þar á meðal er hægt að standa uppi á toppi þessa fræga fjalls. EVEREST VR lenti í bandarísku PlayStation Store versluninni í dag og kostar $15 (eða u.þ.b. 1.500 kr. á núverandi gengi). Hann er svo væntanlegur á morgun, 4.…

Lesa meira

Laugardaginn 9. september verður TEDxReykjavík ráðstefnan haldin í Tjarnarbíói. Þetta er í sjöunda sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi og er þema viðburðarins að þessu sinni ný hugsun, eða „re-imagine“. Fyrirlesarar munu fjalla um hvernig megi endurhugsa nálgun okkar við samfélag okkar og umhverfi. Rætt verður um hvernig má koma á jákvæðum breytingum í von um að skapa betri heim. Nálgast verður viðfangsefnið frá mörgum mismunandi áttum. Joon (Jonatan Hove), leikjahönnuður, mun flytja fyrirlestur um það þegar spilarar ákveða að spila leiki á allt annan hátt en leikurinn var hannaður fyrir (transgressive play). Einnig verða fyrirlestrar um listir,…

Lesa meira

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP gefur út sýndarveruleikaleikinn Sparc í dag fyrir PS4 leikjatölvuna. Sparc er keppnis-sýndarveruleikaleikur, (eða vSport, sem stendur fyrir virtual sport) þar sem spilarar keppa í rauntíma. Spilarar eru vopnaðir kastkúlu og skyldi og fá stig í hvert sinn sem þeir kasta kúlunni og hæfa andstæðinginn. Skjöldurinn er svo notaður til þess að verjast skotum andstæðingsins. Sá sem nær að safna flestum stigum stendur að lokum uppi sem sigurvegari. Sparc er til að byrja með eingöngu fáanlegur á PS VR, sýndarveruleikabúnað PlayStation 4, en er væntanlegur á PC. Frumútgáfa leiksins bar heitið Project Arena og var til sýnis og…

Lesa meira

Kristinn Ólafur Smárason ætlar að hlaupa stafrænt Maraþon til styrktar Barnaspítala Hringsins á Menningarnótt, þann 19. ágúst. Kristinn fer í hlutverk sprettharða bláa broddgaltarins Sonic og mun spila í gegnum retró tölvuleikina Sonic The Hedgehog 1, 2 og 3 í einni lotu. Kristinn er mikill áhugamaður um retróleiki og er maðurinn á bakvið Retró Líf, eina glæsilegustu retróverslun landsins. Þar sem ég valdi nú 3KM fannst mér við hæfi að spila 3 Klassíska Mega Drive leiki. Kristinn segir að hugmyndin hafi komið þegar hann fylgdist með vinum og vandamönnum safna áheitum fyrir hin og þessi málefni á Facebook. „Ég er…

Lesa meira

Partýleikurinn YamaYama frá íslenska leikjafyrirtækinu Lumenox Games er nú fáanlegur á PlayStation 4 og PC í gegnum Steam leikjaveituna. Um er að ræða súrealískan partýleik sem samanstendur af fjölmörgum miní-leikjum þar sem spilarar keppa sín á milli um að safna sem flestum stigum. Lumenox Games komst á kortið með fyrsta leiknum sínum, Aaru’s Awakening, frá árinu 2015. Útlit Aaru’s Awakening þykir einstaklega fallegt og áhugavert þar sem stór hluti hans er handteiknaður ólíkt svo mörgum öðrum tölvuleikjum í dag. Aaru’s Awakening náði til PlayStation spilara þegar leikurinn var settur í gjafapakka yfir ókeypis tölvuleiki fyrir PlayStation Plús í apríl 2015.…

Lesa meira

Í seinasta mánuði kom út bardagaleikurinn Injustice 2 á PlayStation 4 og Xbox One leikjatölvurnar. Bardagakappar leiksins eru ofurhetjur úr DC heiminum og er meðal annars hægt að berjast sem Batman, Superman, Supergirl, Flash, The Joker, Harley Quinn, Swamp Thing, Catwoman, Wonder Woman og Green Lathern. Sagan í Injustice 2 er á þá leið að hópur illmenna sem kalla sig The Society, með górilluna Gorilla Grodd og illmennið Brainiac fremsta í flokki, stefna á heimsyfirráð. Þessi plön leggjast illa í Batman og vegna deilna milli Batman og Superman neyðist Batman til að vinna með ýmsum með vafasama fortíð, þar á…

Lesa meira

IGI, samtök leikjaframleiðandi á Íslandi, standa fyrir Summer Jam sem fer fram helgina 30. júní til 2. júlí næstkomandi. Þetta er í þriðja sinn sem að IGI skipuleggur svokallað Game Jam, eða leikjadjamm eins og það mætti kalla á óformlegri íslensku, en á slíkum viðburðum kemur saman áhuga- og fagfólk á sviði leikjahönnunar sem keppir um að búa til nýja leiki innan setts tímaramma (oftast örfáir dagar) og þá gjarnan út frá ákveðnum reglum eða þema. IGI Summer Game Jam leikjadjammið er opið öllum hópum og einstaklingum en nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn þar sem hann takmarkast við…

Lesa meira

Á næstu mánuðum mun SEGA endurútgefa fjölmarga klassíska retrósmelli fyrir snjalltæki. Verkefnið kallast SEGA Forever og er áætlað að nýir retrótitlar bætist við safnið í hverjum mánuði. Nú þegar hafa nokkrir leikir verið gefnir út í gegnum SEGA Forever batteríið og það eru leikirnir Sonic the Hedgehog, Comix Zone, Altered Beast, Kid Chameleon og Phantasy Star II. Leikirnir eru og verða aðgengilegir í gegnum Google Play fyrir Android notendur og App Store fyrir iOS notendur.

Lesa meira