Bíó og TV

Birt þann 10. nóvember, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Hryllingsmyndahátíðin Frostbiter hefst í dag – Frítt inn!

Um helgina mun hryllingsmyndahátíðin Frostbiter bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega kvikmyndadagskrá á Akranesi. Dagskráin hefst í kvöld og stendur yfir til og með sunnudagsins 12. nóvember. The Circle með íslensku leikkonunni Sesselju Ólafsdóttur í aðalhlutverki er meðal mynda sem verða sýndar á hátíðinni og mun Sesselja og leikstóri myndarinnar, Peter Callow, svara spurningum áhorfenda að lokinni sýningu. Á Frostbiter verður einnig boðið upp á spurningaleiki, viðtöl og stuttmyndasýningar. Dagskrána í heild sinni má sjá hér fyrir neðan og á Facebook-síðu Frostbiter.

Tekið skal fram að ókeypis er inn á alla viðburði hátíðarinnar.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑