Fréttir

Birt þann 1. nóvember, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Norræna leikjavikan: Leikjadjamm og málþing um tölvuleiki á Borgarbókasafninu

Norræna leikjavikan, eða Nordic Game Week, stendur yfir dagana 30. október til og með 5. nóvember næstkomandi. Fjölmargir aðilar taka þátt víðsvegar um Norðurlöndin þar sem horft verður til jákvæðra þátta leikja og spila. Borgarbókasafnið tekur þátt í ár líkt og í fyrra og mun bjóða upp á málþing og leikjadjamm að tilefni þess.

Leikjadjammið er tölvuleikjasmiðja fyrir ungt fólk á aldrinum 10-16 ára sem mun fara fram helgina 4-5. nóvember. Hægt að skrá sig á Alice smiðju og Unity3D smiðju í gegnum vefsíðu Borgarbókasafnsins. Viðburðurinn er unninn í samstarfi við Kóder, CCP og RÚV. Leikjadjamm, eða Game Jam eins og það kallast á ensku, gengur út á að búa til nýja leiki á mjög stuttum tíma og er gjarnan eitthvað þema notað til viðmiðunar. Við bendum áhugasömum leikjadjömmurum á að samtök íslenskra leikjafyrirtækja IGI hefur staðið fyrir leikjadjömmum sem er opið öllum með reglulegu millibili. Hægt að fylgjast með nýjum viðburðum á Facebook-síðu samtakanna.

Málþingið fer fram sunnudaginn 5. nóvember sem ber yfirskriftina Tölvuleikir sem skapandi afl. Þar verður velt upp spurningum eins og hvaða jákvæðu hliðar hafa tölvuleikir? Er hægt að læra eitthvað af tölvuleikjum? Og hvaða hlutverk spila tölvuleikir í samfélaginu í dag? Skemmtilega fjölbreyttur hópur af fólki úr mismunandi áttum kemur saman til að ræða þessi mál. Hægt er að sjá lista yfir framsögumenn hér fyrir neðan. Kennarar, frístundastarfsmenn og foreldrar eru sérstaklega hvattir til að mæta á málþingið sem er öllum opið, en skráning fer fram hér á heimasíðu Borgarbókasafnsins. Málþingið hefst kl. 14:00 og verður haldið í Gerðubergi.

Framsögumenn og viðfangsefni

Stefanía Halldórsdóttir- Framkvæmdastjóri CCP á Íslandi
-Hvernig búum við til tölvuleik?

Bergur Finnbogason – Senior development manager hjá CCP
-Búum til tölvuleik.

Nökkvi Jarl Bjarnason- Tölvuleikjafræðingur
-Eiga tölvuleikir sér höfunda?

Tinna Breiðfjörð Guðjónsdóttir – M.A. í tæknitengdri kennsluhönnun
-Tölvuleikir sem félagsleg athöfn.

Viktor Birgisson – nemi í Tómstunda-og félagsmálafræði, raftónlistamaður og plötusnúður.
-Hvað hef ég lært af tölvuleikjum?

Aron Ólafsson – Fyrrum formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands og framkvæmdarstjóri hjá CAZ eSports
-fjallar um stöðu sína sem tölvuleikjaliðsstjórnandi.

Að loknum fyrirlestrum verða panelumræður með þátttakendum.

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑