Fréttir

Birt þann 24. nóvember, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Solid Clouds býður í heimsókn

Íslenska leikjafyrirtækið Solid Clouds býður áhugasömum í heimsókn til sín milli kl 19:00 og 21:00 í kvöld, föstudaginn 24. nóvember. Þetta er liður í reglulegum hittingi á vegum IGI, samtaka íslenskra tölvuleikjafyrirtækja, og er öllum áhugasömum velkomið að kíkja sama hvort þeir starfi innan leikjaiðnaðarins eða ekki. Solid Clouds hefur að undanförnu unnið að gerð Starborne sem er fjölspilunarleikur þar sem spilarar kanna heima og geima og fá frjálsar hendur til að mynda bandalög, taka þátt í pólitík, og hugsa taktísk um sitt og annara manna yfirráðasvæði í risavöxnum heimi. Starborne er á alfa-stigi eins og er.

Í kvöld mun fyrirtækið bjóða upp á kynningu á Starborne tölvuleiknum auk þess sem hægt verður að spyrja leikjahönnuði spurninga. Boðið verður upp á pizzu og bjór auk þess sem nýtt Starborne tónlistarmyndband með Snoogms verður frumsýnt. Varla er hægt að biðja um skemmtilegri leið til að byrja helgina! Við hvetjum að sjálfsögðu alla áhugasama til að kíkja í kvöld og kynnast því sem Solid Clouds eru að gera.

Nánari upplýsingar um viðburðinn er hægt að nálgast hér á Facebook.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑