Fréttir

Birt þann 21. janúar, 2018 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Global Game Jam 2018 næstu helgi

Þátttaka er ókeypis en takmarkaður sætafjöldi er í boði.

Helgina 26.-28. janúar næstkomandi verður Global Game Jam, eða hið hnattræna leikjadjamm, haldið víða um heim. Markmið leikjadjammsins er að búa til nýja leiki sem tengjast þema ársins á aðeins 48 klukkutímum. Global Game Jam er haldið í raunheimum (ekki netheimum) og hefur Háskólinn í Reykjavík skráð sig til leiks hér á landi. Áhugasamir leikjahönnuðir á Íslandi geta skráð sig til leiks með því að senda samtökum leikjaframleiðanda á Íslandi, IGI, tölvupóst á netfangið community@igi. Þátttaka er ókeypis en takmarkaður sætafjöldi er í boði.

Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna hér á Facebook: https://www.facebook.com/events/852467861578774/
Nánar um Global Game Jam: https://globalgamejam.org

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑