Author: Bjarki Þór Jónsson

Sony tilkynnti í gær á PlayStation blogginu hvaða leikir verða á boðstólnum fyrir evrópska PS Plús áskrifendur. Stóru smellir mánaðarins eru Knack og Rime á PlayStation 4 en auk þeirra eru það leikirnir Spelunker HD (PS3), Mugen Souls Z (PS3), Exiles End (PS Vita) og Grand Kingdom (PS Vita auk PS4). Þessa leiki fá PS Plús áskrifendur aðgang að sér að kostnaðarlausu. STIKLA FYRIR KNACK STIKLA FYRIR RIME

Lesa meira

Verðstríð fór af stað milli íslenskra verslana síðastliðið sumar, í kjölfar þess að Costco í Garðabæ fór að selja PlayStation 4 Pro (1. tb.) leikjatölvuna á mun lægra verði en aðrar verslanir Algengt verð á leikjatölvunni fyrir komu Costco var um 60.000 kr. en það lækkaði niður í um 47.000 kr. eftir að Costco fór að bjóða sínum viðskipavinum upp á vöruna á því verði. Hægt er að lesa ítarlegar um verðsamanburð sumarsins og verðþróun PlayStation Pro á Íslandi hér. Pro útgáfan er nú komin aftir í nokkrar verslanir hér og landi og er algengt verð um 60.000 kr, sem…

Lesa meira

Árið 2005 gaf Sony út Shadow of the Colossus á PlayStation 2 leikjatölvuna. Leikurinn var þróaður af japönsku leikjafyrirtækjunum SIE Japan Studio og Team Ico sem áður höfðu gert Ico (2001), leik sem náði ákveðnum költ vinsældum meðal spilara. Shadow of the Colossus þykir einn af merkari leikjum tölvuleikjasögunnar og nýtur enn þann dag í dag vinsælda. Árið 2011 var leikurinn endurútgefinn með uppfærðri grafík í háskerpu (HD) fyrir PlayStation 3 leikjatölvuna og nú er komið að endurútgáfu leiksins. Árið 2018, 13 árum eftir útgáfu upprunalega leiksins, lítur endurgerð (remake) leiksins fyrir PlayStation 4 dagsins ljós. Þess má geta að…

Lesa meira

Símaleikurinn Thor’s Power: The Game var gefinn út fyrir Android og iOS snjalltæki í seinasta mánuði. Það er 9155 Studios sem stendur á bak við gerð leiksins. Í leiknum stjórnar spilarinn kraftajötninum Hafþóri Júlíusi, betur þekktum sem „Fjallið“ (The Mountain), eða „Thor“ eins og hann er kallaður í leiknum. Leikurinn inniheldur þrjá mismunandi smáleiki sem eru allir í retró stíl, með kubbatónlist og pixlaðri grafík. Fyrsti leikurinn er Thor’s Quest sem er hefðbundinn platformer þar sem Thor notar vopn til að berjast við óvini og endakalla í Miðgarði. Annar leikurinn er Realm Defender sem er láréttur Arkanoid leikur þar sem…

Lesa meira

Í seinstu viku sögðum við frá Nintendo Labo, nýjung sem Nintendo kynnti til sögunnar fyrir Nintendo Switch leikjatölvuna. í Nintendo Labo setja notendur aukahlutina saman sjálfir og geta búið til og föndrað allskonar hluti sem virka með Switch, þar á meðal píanó, veiðistöng, vélmennabúning og fleira. Hægt er að lesa ítarlegri umfjöllun um Nintendo Labo hér. Samkvæmt upplýsingum sem þar koma fram mun Toy-Con 1 aukapakkinn kosta 10.990 kr. í Tölvutek en auglýst verð í Bretlandi er 59,99 pund Tölvutek hefur nú skráð Nintendo Labo í vefverslun sína þar sem hægt er að forpanta pakkana. Samkvæmt upplýsingum sem þar koma…

Lesa meira

Þátttaka er ókeypis en takmarkaður sætafjöldi er í boði. Helgina 26.-28. janúar næstkomandi verður Global Game Jam, eða hið hnattræna leikjadjamm, haldið víða um heim. Markmið leikjadjammsins er að búa til nýja leiki sem tengjast þema ársins á aðeins 48 klukkutímum. Global Game Jam er haldið í raunheimum (ekki netheimum) og hefur Háskólinn í Reykjavík skráð sig til leiks hér á landi. Áhugasamir leikjahönnuðir á Íslandi geta skráð sig til leiks með því að senda samtökum leikjaframleiðanda á Íslandi, IGI, tölvupóst á netfangið community@igi. Þátttaka er ókeypis en takmarkaður sætafjöldi er í boði. Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna…

Lesa meira

Nintendo Labo pakkarnir innihalda pappa sem notendur setja saman sjálfir og búa til ýmiskonar hluti sem hægt er svo að nota með Switch. Nintendo leikjafyrirtækið er þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir með nýjungar sem koma gjarnan skemmtilega á óvart. Nintendo hefur nú kynnt Nintendo Labo nýjungina til sögunnar, en það er ný viðbót fyrir Switch leikjatölvuna. Nintendo Labo pakkarnir innihalda pappa sem notendur setja saman sjálfir og búa til ýmiskonar hluti sem hægt er svo að nota með Switch. Til dæmis er hægt að setja saman þrettán nótna pappa-píanó sem hægt er að spila á, veiðistöng sem hægt er…

Lesa meira

Nú styttist í aðfangadag og eflaust einhverjir lesendur sem enn eiga eftir að redda nokkrum jólagjöfum fyrir morgundaginn. En ekki örvænta! Við nördarnir settum saman lista með nokkrum jólagjafahugmyndum og valdar verslanir þar sem þið finnið pottþétt eitthvað fyrir nördavini ykkar og vinkonur. Gleðileg jóla kæru lesendur! NEXUS | ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR Mekka nördanna! Mekka nördanna! Nexus klikkar aldrei. Þarna finnur þú eitthvað fyrir flesta nörda. Bækur, teiknimyndasögur, safngripi, spil (einföld og fyrir lengra komna), kvikmyndir og meirað segja LARP búnað. Kosturinn við Nexus er að ef þú veist að viðkomandi er djúpt sokkinn í kosmós nördaheimsins geturu…

Lesa meira

Í gær kynnti íslenska fyrirtækið Sólfar leikinn In Death, sem er nýr fyrstu persónu skotleikur sem er hannaður með sýndarveruleika sérstaklega í huga. Í leiknum berst spilarinn við yfirnáttúrulegar verur í framhaldslífinu með boga að vopni. Sögusvið leiksins er fjarstæðukennd útgáfa af miðöldum þar sem er að finna kastala, trúartákn og rústir með gotnesku yfirbragði. Fram kemur að leikjaheimurinn mun bjóða upp á heim fullan af skrímslum, ráðgátum og herfangi (loot). Created exclusively for VR, In Death is a Roguelite Shooter set in the godless afterlife. Battle through procedurally generated levels and dungeons in intense ranged combat coupled with a…

Lesa meira

Á hverju ári kemur nýr FIFA fótboltaleikur með uppfært hlaðborð af heitustu fótboltaliðum og fótboltastjörnum hvers tíma. Að þessu sinni er íslenska landsliðið meðal liða í leiknum eftir frábæra frammistöðu að undanförnu. FIFA 18 býður ekki eingöngu upp á uppfærð lið, heldur einnig hefur spilun leiksins vera fínpússuð líkt og gengur og gerist milli FIFA leikja. FIFA kemur sjaldnast á óvart og býður í raun ítrekað upp á sömu formúlu sem hefur virkað mjög vel í gegnum árin, enda eru FIFA leikirnir lang vinsælustu fótboltaleikirnir í dag og enda auk þess á vinsældarlista yfir söluhæstu leiki á hverju ári. Til…

Lesa meira