Í desember síðastliðnum var tilkynnt á Facebook-síðu leiksins að Sumer væri væntanlegur á Nintendo Switch og þann 5. apríl lenti leikurinn svo á hina geysivinsælu leikjatölvu frá Nintendo. Leikurinn Sumer eftir Sigurstein J Gunnarsson og Studio Wumpus er nú fáanlegur á Nintendo Switch leikjatölvuna. Leikurinn, sem hefur verið í vinnslu bæði í New York og á Íslandi, fór í gegnum Kickstarter fjármögnunarferli árið 2016 þar sem hundruði fjárfesta komu að fjármögnunni. Sumer var gefinn út á Steam Early Access í fyrra en verið er að vinna við að bæta netspilunarvirkni við leikinn og eftir það mun leikurinn teljast alveg útgefinn.…
Author: Bjarki Þór Jónsson
Það er alltaf gaman að geta skellt góðum partýleik í gang þegar vinahópur kemur saman. Úrval partýleikja í PS4 er nokkuð gott en mætti þó vera aðeins betra. Sony er þó að reyna að bjóða upp á fjölbreyttara úrval slíkra leikja undir nafninu PlayLink. Hér er lisi yfir nokkra partýleiki sem eiga það allir sameiginlegt að vera auðveldir í spilun (svo allir geti tekið þátt – líka þeir sem spila vanalega ekki tölvuleiki), eru stuttir í spilun og leyfa fleiri en þrjá spilara. OVERCOOKED … allt það besta sem kasúal samvinnuleikur getur mögulega boðið upp á. Án efa besti leikurinn…
Disney hefur birt tvær kitlur úr næstu stóru Star Wars myndinni, Solo: A Star Wars Story. Í kitlunum sjáum við meðal annars loðna vin okkar hann Chewbacca, Millennium Falcon, Woody Harrelson, Donald Glover sem fer með hlutverk Lando Calrissian og auðvitað Han Solo sem Alden Ehrenreich leikur (Beautiful Creatures og Rules Don’t Apply). Disney hefur heldur betur komið Star Wars brandinu aftur í gang með látum og hafa nýju myndirnar náð gríðarlegum vinsældum. Solo: A Star Wars Story er væntanleg í kvikmyndahús 25. maí á þessu ári. FYRRI KITLA (SUPER BOWL) SEINNA KITLA (OFFICIAL)
Rétt fyrir síðastliðin áramót lenti fjórða serían af bresku scifi-þáttunum Black Mirror á streymisveitunni Netflix. Fyrir þá sem ekki vita hófu þættirnir göngu sína árið 2011 og er hver og einn þáttur sjálfstæð saga sem gerist í nálægðri framtíð eða öðrum veruleika þar sem tæknin spilar gjarnan stórt hlutverk. Þættirnir vekja oftar en ekki upp flóknar siðferðislegar spurningar og tækla ýmiskonar deilumál með óhefðbundnum og áhugaverðum hætti. Í þættinum Crocodile, sem er fjórði þátturinn í nýjustu seríunni, má sjá Ísland baða sig í sviðsljósinu. Þátturinn fjallar um í stuttu máli – og án spilla – um rannsókn á slysi þar…
Sony tilkynnti í gær á PlayStation blogginu hvaða leikir verða á boðstólnum fyrir evrópska PS Plús áskrifendur. Stóru smellir mánaðarins eru Knack og Rime á PlayStation 4 en auk þeirra eru það leikirnir Spelunker HD (PS3), Mugen Souls Z (PS3), Exiles End (PS Vita) og Grand Kingdom (PS Vita auk PS4). Þessa leiki fá PS Plús áskrifendur aðgang að sér að kostnaðarlausu. STIKLA FYRIR KNACK STIKLA FYRIR RIME
Verðstríð fór af stað milli íslenskra verslana síðastliðið sumar, í kjölfar þess að Costco í Garðabæ fór að selja PlayStation 4 Pro (1. tb.) leikjatölvuna á mun lægra verði en aðrar verslanir Algengt verð á leikjatölvunni fyrir komu Costco var um 60.000 kr. en það lækkaði niður í um 47.000 kr. eftir að Costco fór að bjóða sínum viðskipavinum upp á vöruna á því verði. Hægt er að lesa ítarlegar um verðsamanburð sumarsins og verðþróun PlayStation Pro á Íslandi hér. Pro útgáfan er nú komin aftir í nokkrar verslanir hér og landi og er algengt verð um 60.000 kr, sem…
Árið 2005 gaf Sony út Shadow of the Colossus á PlayStation 2 leikjatölvuna. Leikurinn var þróaður af japönsku leikjafyrirtækjunum SIE Japan Studio og Team Ico sem áður höfðu gert Ico (2001), leik sem náði ákveðnum költ vinsældum meðal spilara. Shadow of the Colossus þykir einn af merkari leikjum tölvuleikjasögunnar og nýtur enn þann dag í dag vinsælda. Árið 2011 var leikurinn endurútgefinn með uppfærðri grafík í háskerpu (HD) fyrir PlayStation 3 leikjatölvuna og nú er komið að endurútgáfu leiksins. Árið 2018, 13 árum eftir útgáfu upprunalega leiksins, lítur endurgerð (remake) leiksins fyrir PlayStation 4 dagsins ljós. Þess má geta að…
Símaleikurinn Thor’s Power: The Game var gefinn út fyrir Android og iOS snjalltæki í seinasta mánuði. Það er 9155 Studios sem stendur á bak við gerð leiksins. Í leiknum stjórnar spilarinn kraftajötninum Hafþóri Júlíusi, betur þekktum sem „Fjallið“ (The Mountain), eða „Thor“ eins og hann er kallaður í leiknum. Leikurinn inniheldur þrjá mismunandi smáleiki sem eru allir í retró stíl, með kubbatónlist og pixlaðri grafík. Fyrsti leikurinn er Thor’s Quest sem er hefðbundinn platformer þar sem Thor notar vopn til að berjast við óvini og endakalla í Miðgarði. Annar leikurinn er Realm Defender sem er láréttur Arkanoid leikur þar sem…
Í seinstu viku sögðum við frá Nintendo Labo, nýjung sem Nintendo kynnti til sögunnar fyrir Nintendo Switch leikjatölvuna. í Nintendo Labo setja notendur aukahlutina saman sjálfir og geta búið til og föndrað allskonar hluti sem virka með Switch, þar á meðal píanó, veiðistöng, vélmennabúning og fleira. Hægt er að lesa ítarlegri umfjöllun um Nintendo Labo hér. Samkvæmt upplýsingum sem þar koma fram mun Toy-Con 1 aukapakkinn kosta 10.990 kr. í Tölvutek en auglýst verð í Bretlandi er 59,99 pund Tölvutek hefur nú skráð Nintendo Labo í vefverslun sína þar sem hægt er að forpanta pakkana. Samkvæmt upplýsingum sem þar koma…
Þátttaka er ókeypis en takmarkaður sætafjöldi er í boði. Helgina 26.-28. janúar næstkomandi verður Global Game Jam, eða hið hnattræna leikjadjamm, haldið víða um heim. Markmið leikjadjammsins er að búa til nýja leiki sem tengjast þema ársins á aðeins 48 klukkutímum. Global Game Jam er haldið í raunheimum (ekki netheimum) og hefur Háskólinn í Reykjavík skráð sig til leiks hér á landi. Áhugasamir leikjahönnuðir á Íslandi geta skráð sig til leiks með því að senda samtökum leikjaframleiðanda á Íslandi, IGI, tölvupóst á netfangið community@igi. Þátttaka er ókeypis en takmarkaður sætafjöldi er í boði. Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna…