Fréttir

Birt þann 9. júní, 2018 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

E3 2018: Kallaði „ÁFRAM ÍSLAND!“ á FIFA kynningu EA Games

Gaman var að sjá Sigurlínu (Lína) Ingvarsdóttur, framleiðanda (senior producer) FIFA fótboltaleikjaseríunnar, enda FIFA kynningu kvöldsins með orðunum „Áfram Ísland!

Let’s all enjoy the World Cup. Thank you and, ÁFRAM ÍSLAND!

Lína sá um FIFA kynninguna á E3 í ár ásamt framleiðandanum Aaron McHardy. Í FIFA kynningunni var meðal annars sýnd stikla úr næsta FIFA leik, FIFA 19, sem er væntanlegur í verslanir þann 28. september næstkomandi og tilkynnti Lína að hægt verði að velja UEFA meistaradeildina í FIFA 19 þar sem lið geta barist um UEFA bikarinn fræga.

Sömuleiðis var fjallað um FIFA 18 HM viðbótina, en í þeirri viðbót er að finna landslið sem hafa barist fyrir sæti á HM í Rússlandi. Ísland er að sjálfsögðu þar á meðal og vakti Lína sérstaka athygli á því hversu magnað það væri að svo fámenn þjóð hefði náð að koma sér á heimsmeistaramótið í fótbolta. Íslenska landsliðið fékk dágóðan tíma í FIFA kynningunni og var sýnt brot úr víkingaklappinu frægja (HÚH!) sem er að finna í áðurnefndri HM viðbót. Lína endaði svo FIFA kynninguna á þessum eftirminnilegu orðum: „Let’s all enjoy the World Cup. Thank you and, ÁFRAM ÍSLAND!

Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.

Viltu fleiri fréttir frá E3 2018? Smelltu hér!

Deila efni

Tögg: , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑