Tölvuleikir

Birt þann 18. apríl, 2018 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Ef ég ætti Portal byssu

Portal byssan er ein sú áhugaverðasta og frumlegasta úr vígalegu vopnasafni tölvuleikja og hana má setja á sama stall og Gravity Gun úr Half-Life 2 og BFG9000 úr Doom. Með Portal byssunni frægu er hægt að opna gáttir milli svæða og þannig ferðast á milli svæða, þessar gáttir eru svo notaðar til að leysa þrautir í Portal leikjunum.

En hvað myndi maður eiginlega gera af sér ef maður fengi slíka byssu í hendurnar? Alveg klárlega prófa að skjóta einni gátt í gólfið og annari í loftið, og prófa að láta sig falla niður í hið óendanlega. En hvað fleira? Í þessu skemmtilega myndbandi hér fyrir neðan má finna nokkrar misgóðar hugmyndir.

Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑