Fréttir

Birt þann 26. apríl, 2018 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Tilnefningar til Nordic Game Awards 2018 – Sparc frá CCP á listanum

Sá leikur sem hlýtur flestar tilnefningar í ár er Wolfenstein II: The New Colossus frá MachineGames í Svíþjóð sem er tilnefndur í alls fimm flokkum, þar á meðal í flokknum leikur ársins (GOTY).

Nordic Game hefur birt lista yfir þá norrænu leiki sem tilnefndir eru til Nordic Game Awards 2018. Vinningshafar verða kynntir á Nordic Game ráðstefnunni sem fram fer 23.-25. -maí í Malmö, Svíþjóð. Á listanum er að finna einn leik frá íslensku tölvuleikjafyrirtæki, en það er VR-leikurinn Sparc sem CCP gaf út í fyrra. Sparc er tilnefndur í flokknum besta tæknin (best technology) ásamt ECHO (Ultra Ultra), Fugl (Muunluun), Star Wars Battlefront 2 og Wolfenstein II: The New Colossus.

Sá leikur sem hlýtur flestar tilnefningar í ár er ECHO sem var þróaður af danska leikjafyrirtækinu Ultra Ultra. Wolfenstein II: The New Colossus frá MachineGames í Svíþjóð er tilnefndur í alls fimm flokkum, þar á meðal í flokknum leikur ársins (GOTY). Little Nightmares frá sænska leikjafyrirtækinu Tarsier Studios er einnig áberandi á listanum og hlýtur samtals fjórar tilnefningar og heillaði sá leikur okkur gjörsamlega upp úr skónum.

Hér fyrir neðan er listi yfir alla þá leiki sem tilnefndir eru til Nordic Game Awards 2018.

 

Nordic Game of the Year

 • A Hat in Time, þróaður af Gears for Breakfast (DK)
 • ECHO, þróaður af Ultra Ultra (DK)
 • Little Nightmares, þróaður af Tarsier Studios (SE)
 • Nex Machina, þróaður af Housemarque (FI)
 • SteamWorld Dig 2, þróaður af Image & Form (SE)
 • Wolfenstein II: The New Colossus, þróaður af MachineGames (SE)

 

Nordic Game of the Year: Small Screen

 • Milkmaid of the Milky Way, þróaður af Machineboy (NO)
 • OCMO, þróaður af Team OCMO, (FI)
 • Pako 2, þróaður af Tree men games (FI)
 • Returner 77, þróaður af Fantastic, Yes! (DK)
 • SteamWorld Dig 2, þróaður af Image & Form (SE)

 

Best Art

 • ECHO, þróaður af Ultra Ultra (DK)
 • Little Nightmares, þróaður af Tarsier Studios (SE)
 • Milkmaid of the Milky Way, þróaður af Machineboy (NO)
 • Nex Machina, þróaður af Housemarque (FI)
 • Wolfenstein II: The New Colossus, þróaður af MachineGames (SE)

 

Best Game Design

 • A Hat in Time, þróaður af Gears for Breakfast (DK)
 • ECHO, þróaður af Ultra Ultra (DK)
 • Little Nightmares, þróaður af Tarsier Studios (SE)
 • SteamWorld Dig 2, þróaður af Image & Form (SE)
 • Wolfenstein II: The New Colossus, þróaður af MachineGames (SE)
 • World to the West, þróaður af Rain AS, (NO)

 

Best Technology

 • ECHO, þróaður af Ultra Ultra (DK)
 • Fugl, þróaður af Muunluun (NO)
 • Sparc, þróaður af CCP (IS)
 • Star Wars Battlefront 2, þróaður af EA DICE (SE)
 • Wolfenstein II: The New Colossus, þróaður af MachineGames (SE)

 

Best Audio

 • ECHO, þróaður af Ultra Ultra (DK)
 • Figment, þróaður af Bedtime Digital Games (DK)
 • Little Nightmares, þróaður af Tarsier Studios (SE)
 • Nex Machina, þróaður af Housemarque (FI)
 • Wolfenstein II: The New Colossus, þróaður af MachineGames (SE)

 

Best Fun for Everyone

 • A Hat in Time, þróaður af Gears for Breakfast (DK)
 • Fugl, þróaður af Muunluun (NO)
 • Little Police, þróaður af Filimundus (SE)
 • Ocmo, þróaður af Team OCMO (FI)
 • Passpartout: The Starving Artist, þróaður af Flamebait Games (SE)

 

Best Debut

 • A Hat in Time, þróaður af Gears for Breakfast (DK)
 • ECHO, þróaður af Ultra Ultra (DK)
 • Milkmaid of the Milky Way, þróaður af Machineboy (NO)
 • Ocmo, þróaður af Team OCMO (FI)
 • Passpartout: The Starving Artist, þróaður af Flamebait Games (SE)

Slóð: Nordic Game

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑