Menning

Birt þann 15. maí, 2018 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Myndir frá sýningunni Í leikjaheimi

Í tengslum við Hönnunarmars var opnuð sýning í Gerðubergi þann 16. mars síðastliðinn sem var tileinkuð hönnun íslenskra tölvuleikja. Á sýningunni, sem bar heitið Í leikjaheimi, fengu gestir tækifæri til að fræðast um valda tölvuleiki og prófað að spila þá. Sýningin var sett upp í tengslum við námsstefnuna Leikum okkur með menningararfinn sem var haldin sama dag, þar komu leikjaiðnaðurinn, söfn og stofnanir saman til að ræða um leikjavæðingu náttúru- og minjasafna.

Þeir leikir sem voru til sýnis á sýningunni voru Mussila, Lokbrá, 17. Nóvember, Fjársjóðir Skriðuklausturs, BUDS, Grow, Þrír, Vegg, Locatify og Vélskáldið.

Sýningin var opin í um mánuð og henni lauk þann 15. apríl.

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑