Isle of Games er eins dags viðburður þar sem gestum gefst kostur á að njóta hinna skrítnu, fallegu, listrænu og menningarlegu hliða nútíma tölvuleikja. Isle of Games leikjahátíðin verður haldin í annað sinn næstkomandi sunnudag, þann 28. júní í IÐNÓ. Isle of Games er eins dags viðburður þar sem gestum gefst kostur á að njóta hinna skrítnu, fallegu, listrænu og menningarlegu hliða nútíma tölvuleikja og tilraunakenndir tölvuleikir og aðrir leikandi miðlar láta ljós sitt skína. Áður en sýningin hefst verður hægt að hlusta á stutt erindi frá þeim listamönnum sem eiga verk á sýningunni. Í aðalsal IÐNÓ verður svo hægt…
Author: Bjarki Þór Jónsson
Sveinn Aðalsteinn og Bjarki Þór stóðu E3 vakt Nörd Norðursins í ár og fóru yfir helstu fréttir hér á síðunni. Fyrir þá sem ekki vita þá er E3 stærsta tölvuleikjaráðstefna heims og er haldin ár hvert í júní í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hér fyrir neðan er að finna samantekt á öllum fréttum sem birtar voru á heimasíðu Nörd Norðursins. Mestu lesnu E3 fréttirnar í ár tengdust Keanu Reeves í Cyberpunk 2077, FIFA 20 fótboltaleiknum og nýjum tölvuleikjagamanþáttum frá höfundum It’s Always Sunny in Philadelphia. EA sýnir 15 mín. úr Star Wars: Jedi Fallen Order á EA Play Sýndar voru…
Nintendo hélt í gær Nintendo Direct kynningu í tengslum við hina árlegu E3 tölvuleikjaráðstefnu sem fer fram í Los Angeles í Bandaríkjunum dagana 11.-13. júní. Á kynningunni sýndi Nintendo sýnishorn úr þeim leikjum sem væntanlegir eru frá fyrirtækinu og má þar nefna titla á borð við Luigi’s Mansion 3, Trials of Mana, No More Heroes III og Contra: Rogue Corps. Í lok kynningarinnar staðfesti Nintendo að framhaldið á The Legend of Zelda: Breath of the Wild væri í vinnslu fyrir Nintendo Switch leikjatölvuna og stutt kitla sýnd úr komandi Zelda leik. Breath of the Wild hlaut glimmrandi góða dóma hjá…
Square Enix tilkynnti á E3 kynningu fyrirtækisins í ár að Final Fantasy VII endurgerðin væri komin langt á leið og að fyrsti kaflinn leiksins yrði fáanlegur á PlayStation 4 þann 3. mars árið 2020. Endurgerðin verður sumsé kaflaskipt en óljóst er hve margir kaflarnir verða og hvenær næsti kafli verður tilbúinn til útgáfu. Leikurinn er endurgerður frá grunni en upprunalegi leikurinn var gefinn út árið 1997, þá fyrir fyrstu PlayStation leikjatölvuna. Leikurinn þótti stór í sniðum á sínum tíma og samanstóð af alls þremur geisladiskum en endurgerðin verður augljóslega líka umfangsmikil þar sem innihald fyrsta kafla leiksins verður á tveimur…
Tveir nýir Wolfenstein leikir eru væntanlegir nú í sumar, annars vegar VR-leikurinn Wolfenstein Cyberpilot og hins vegar Wolfenstein Youngblood sem er stærri í sniðum. Þetta kom fram á E3 kynningarfundi Bethesda í ár. Í Wolfenstein Cyberpilot fer spilarinn með hlutverk hakkara í París árið 1980 sem notar tæknikunnáttu sína til að taka yfir stríðstækjum nasista og snúa þeim gegn eigendum sínum. Sagan í Wolfenstein Youngblood gerist á níunda áratug seinustu aldar, eða um tveim áratugum eftir atburði Wolfenstein II: The New Colossus. Söguhetjur leiksins eru tvíburarnir Jessica og Sophie sem eru dætur B.J. Blazkowitzch (sem spilarar þekkja úr fyrri leikjum)…
Bethesda tilkynnti fyrir stuttu að nýi Doom leikurinn, Doom Eternal, er væntanlegur í verslanir þann 22. nóvember á þessu ári. Samkvæmt nýjum sýnishornum úr leiknum sem sýnd voru á kynningu fyrirtækisins í tengslum við E3 tölvuleikjaráðstefnuna mun nýi leikurinn byggja á svipaðri formúlu og Doom leikurinn frá árinu 2016 þar sem áhersla er lögð á góða spilun, mikinn hraða og brútal framsetningu. Í Doom Eternal hafa djöflar hertekið jörðina og er þitt verkefni er að redda málunum og bjarga jörðinni. Í leiknum verður flakkað á milli vídda og meðal annars heimsótt himnaríki og helvíti. Leikurinn er fyrstu persónu skotleikur líkt…
Tölvuleikjafyrirtækið Bethesda kynnti til sögunnar næsta uppfærslupakka fyrir fjölspilunarleikinn Fallout 76 á E3 nú fyrir stundu. Uppfærslupakkinn fókusar á annað árið í Fallout 76 heiminum og mun innihalda ný verkefni, samtöl, vopn og fleira. Uppfærslupakkinn verður ókeypis fyrir þá sem eiga Fallout 76 og er væntanlegur haustið 2019. Nýr spilunarmöguleiki var einnig kynntur til sögunnar sem kallast Nuclear Winter og er í raun Battle Royal viðbót fyrir leikinn. Í Nuclear Winter keppa alls 52 spilarar sín á milli á afmörkuðu svæði og endar ekki fyrr en allir spilarar eru úr leik nema einn, sem stendur uppi sem sigurvegari. Battle Royale…
í tilefni þess að áttunda og seinasta sería Game of Thrones sjónvarpsþáttanna hóf göngu sína fyrr á árinu ákvað sjónvarpsrisinn HBO í samstarfi við valda skoska viskíframleiðendur að gefa út sérmerkt Game of Thrones viskíflöskusafn í takmörkuðu upplagi. Flöskurnar eru myndskreyttar valdaættunum sjö (Seven Kingdoms) í Game of Thrones þar sem hver ætt er með sína flösku, ættirnar sjö eru; Tyrell, Baratheon, Targaryen, Lannister, Greyjoy, Tully og Stark. Night Watch fær líka sérmerkta flösku og auk þess hefur Johnnie Walker viskíframleiðandinn gefið út sérstaka White Walker flösku. Viskísafnið samanstendur því alls af níu flöskum ef White Walker flaskan er tekin…
FH mun bjóða upp á æfingar í rafíþróttum. Fleiri íslensk íþróttafélög stefna á að bjóða upp á rafíþróttadeildir. Í dag kynnti FH að íþróttafélagið hafi ákveðið að bjóða upp á þjálfun í rafíþróttum. Þar með er FH fyrsta íslenska íþróttafélagið til að kynna starfsemi sína og markmið á sviði rafíþrótta opinberlega. KR og Fylkir eru einnig komin með rafíþróttadeildir og eiga væntanlega eftir að kynna starf sitt á komandi vikum. Á vel mættum kynningarfundi FH sem fram fór í Kaplakrika fyrr í dag kom fram að íþróttafélagið hafði í dágóðan tíma verið að horfa til rafíþrótta og ákváðu að nú…
Tölvuleikurinn Gris kom á markað í desember í fyrra og er hannaður af spænska leikjafyrirtækinu Nomada Studio. Gris er fyrsti leikur fyrirtækisins og er samvinnuverkefni þeirra Adrián Cuevas, Roger Mendoza og listamannsins Conrad Roset. Í hefðbundinni leikjarýni er venjan að ræða aðeins um söguþráð leiksins, en Gris er svolítið öðruvísi. Í leiknum er lögð áhersla á ferðalagið sjálft og þína upplifun frekar en hefðbundinn söguþráð. Aðalakarakterinn í leiknum er ung kona að nafni Gris sem vaknar upp í dularfullum og litríkum heimi sem er fullur af fegurð. Spilarinn er skilinn eftir í algjörri óvissu, þú veist í raun ekki hver…