í tilefni þess að áttunda og seinasta sería Game of Thrones sjónvarpsþáttanna hóf göngu sína fyrr á árinu ákvað sjónvarpsrisinn HBO í samstarfi við valda skoska viskíframleiðendur að gefa út sérmerkt Game of Thrones viskíflöskusafn í takmörkuðu upplagi. Flöskurnar eru myndskreyttar valdaættunum sjö (Seven Kingdoms) í Game of Thrones þar sem hver ætt er með sína flösku, ættirnar sjö eru; Tyrell, Baratheon, Targaryen, Lannister, Greyjoy, Tully og Stark. Night Watch fær líka sérmerkta flösku og auk þess hefur Johnnie Walker viskíframleiðandinn gefið út sérstaka White Walker flösku. Viskísafnið samanstendur því alls af níu flöskum ef White Walker flaskan er tekin…
Author: Bjarki Þór Jónsson
FH mun bjóða upp á æfingar í rafíþróttum. Fleiri íslensk íþróttafélög stefna á að bjóða upp á rafíþróttadeildir. Í dag kynnti FH að íþróttafélagið hafi ákveðið að bjóða upp á þjálfun í rafíþróttum. Þar með er FH fyrsta íslenska íþróttafélagið til að kynna starfsemi sína og markmið á sviði rafíþrótta opinberlega. KR og Fylkir eru einnig komin með rafíþróttadeildir og eiga væntanlega eftir að kynna starf sitt á komandi vikum. Á vel mættum kynningarfundi FH sem fram fór í Kaplakrika fyrr í dag kom fram að íþróttafélagið hafði í dágóðan tíma verið að horfa til rafíþrótta og ákváðu að nú…
Tölvuleikurinn Gris kom á markað í desember í fyrra og er hannaður af spænska leikjafyrirtækinu Nomada Studio. Gris er fyrsti leikur fyrirtækisins og er samvinnuverkefni þeirra Adrián Cuevas, Roger Mendoza og listamannsins Conrad Roset. Í hefðbundinni leikjarýni er venjan að ræða aðeins um söguþráð leiksins, en Gris er svolítið öðruvísi. Í leiknum er lögð áhersla á ferðalagið sjálft og þína upplifun frekar en hefðbundinn söguþráð. Aðalakarakterinn í leiknum er ung kona að nafni Gris sem vaknar upp í dularfullum og litríkum heimi sem er fullur af fegurð. Spilarinn er skilinn eftir í algjörri óvissu, þú veist í raun ekki hver…
Sjóorrusta, einn fyrsti útgefni íslenski tölvuleikurinn er nú aðgengilegur almenningi í gegnum netið. Leikurinn er frá árinu 1986 og voru það feðgarnir Erling Örn og Jón Erlings sem forrituðu leikinn fyrir Sinclair ZX Spectrum tölvuna á sínum tíma. Leikurinn spilast líkt og klassísk sjóorrusta (Battleship) og geta tveir spilað á móti hvor öðrum; byrjað er á því að ákveða hvar bátarnir eiga að liggja og í kjölfarið skiptast spilarar á að velja sér reiti til að skjóta á þar til öllum bátum andstæðingsins hefur verið sökkt. Eintök af leiknum voru fyrst afhend Landsbókasafni Íslands árið 2013 til varðveislu en engar…
Eins og flestir vita kviknaði í Notre Dame dómkirkjunni í hjarta Parísar síðastliðinn mánudag. Fjölmargir hafa heimsótt kirkjuna í gegnum tíðina, þar á meðal fjöldi Íslendinga, enda er kirkjan mjög merkileg fyrir margar sakir. Kirkjan er um 850 ára gömul og á sér langa og merkilega sögu, auk þess sem hún þykir vera ein fallegasta dómkirkja heims. Til að gefa tölvuleikjaspilurum um heim allan tækifæri til að upplifa þessa mögnuðu dómkirkju hefur Ubisoft leikjafyrirtækið ákveðið að gefa eintök af Assassin’s Creed Unity, spilurum að kostnaðarlausu. Leikurinn sjálfur er frá árinu 2014 og gerist á tímum frönsku byltingarinnar í París og…
Battlefield V og Pode tilnefndir til flestra verðlauna. Tölvuleikir frá sænskum og dönskum leikjafyrirtækjum áberandi á listanum í ár. Frá 2006 hafa norrænu tölvuleikjaverðlaunin Nordic Game Awards verið ómissandi hluti af hinni árlegu Nordic Game ráðstefnu sem að þessu sinni fer fram dagana 22.-24. maí í Malmö í Svíþjóð. Í dag var tilkynnt hvaða leikir eru tilnefndir til verðlauna í ár þar sem Svíar og Danir eru áberandi á lista. Enginn tölvuleikur frá íslensku fyrirtæki er tilnefndur að þessu sinni en í fyrra hlaut VR-leikurinn Sparc frá íslenska leikjafyrirtækinu CCP verðlaun fyrir bestu tæknina. Fyrstu persónu skotleikurinn Battlefield V og…
Febrúar síðastliðinn birtum við niðurstöður úr nýrri könnun sem Gallup gerði í samstarfi við Origo. Þar kom meðal annars fram að 66% Íslendinga spila tölvuleiki, kynjahlutfall tölvuleikjaspilara er nokkuð jafnt hér á landi og að virkir spilarar verja daglega um einum klukkutíma í tölvuleikjaspilun. Hægt er að nálgast yfirlit yfir alla helstu niðurstöður úr umræddri könnun hér á heimasíðu Nörd Norðursins og horfa á kynninguna sem fram fór í höfuðstöðvum Origo í heild sinni hér á Facebook. Margir hafa þó áhuga á að fletta sjálfir í gegnum tölurnar sem kynntar voru og rýna í þær á eigin hraða. Við fengum…
Söguleg stund verður klukkan 14:15 í dag þegar RÚV sjónvarpar í fyrsta sinn beinni útsendingu frá úrslitum í rafíþróttamóti. Í dag, laugardaginn 6. apríl, klukkan 14:15 hefst bein útsending á aðalrás RÚV frá úrslitum Íslandsmótsins í FIFA fótboltatölvuleiknum. Mótið tengist Meistaradögum á RÚV þar sem einnig er keppt í sundi, pílukasti og fleiri íþróttagreinum. Þetta er í fyrsta sinn sem RÚV sjónvarpar beinni útsendingu frá rafíþróttamóti og því má segja að um sögulega stund sé að ræða. RÚV í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands halda utan um Íslandsmótið í FIFA. Mótið hófst í seinasta mánuði og tóku um 70 manns þátt…
God of War var sigurvegari kvöldsins með samtals fimm BAFTA verðlaun. Return of Obra Dinn og Nintendo Labo hlutu tvenn verðlaun hvor. BAFTA tölvuleikjaverðlaunahátíðin fór fram í London í gær og var þetta í fimmtánda sinn sem hátíðin var haldin. Þar var fjölbreyttur hópur fólks innan tölvuleikjageirans tilnefndur og verðlaunaður fyrir framlag sitt til tölvuleikja. Leikurinn God of War stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins með flest verðlaun, alls fimm BAFTA verðlaun, og var valinn besti leikur ársins og hlaut einnig verðlaun fyrir sögu, hljóð, tónlist og talsetningu. Það má vissulega tengja þessi verðlaun með beinum og óbeinum hætti við Ísland…
Á morgun, fimmtudaginn 4. apríl, verða BAFTA tölvuleikjaverðlaunin veitt í Bretlandi þar sem breskir og alþjóðlegir tölvuleikir verða verðlaunaðir fyrir sitt framlag. Nýjasti God of War leikurinn hlýtur flestar tilnefningar í ár, eða samtals tíu tilnefningar. Aðrir leikir sem eru oft nefndir í verðlaunaflokkum eru leikirnir Red Dead Redemption 2, Return of the Obra Dinn, Florence og Celeste. Hér fyrir neðan er listi yfir þá leiki sem tilnefndir eru til verðlauna á BAFTA Games Awards 2019. Grínistinn Dara O’Briain verður kynnir kvöldsins og hægt verður að horfa á beina útsendingu frá viðburðinum á helstu samfélagsmiðlum – tengla á útsendingar má…