Menning

Birt þann 22. september, 2019 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Laupur design kynnir nýtt nördaskart

Haraldur Hrafn Guðmundsson (Krummi) hjá Laupur design kynnti nýtt nördaskart á Midgard hátíðinni sem haldin var í Kópavogi seinustu helgi. Hálsmen, hringar og eyrnalokkar sem tengjast meðal annars Star Wars, Predator og Star Trek voru þar til sýnis. Krummi segir að margir gestir hafi sýnt nýju línunni áhuga og segist auk þess taka við sérpöntunum úr nördaheimum, nú þegar hafa borist fyrirspurnir í tengslum við Zelda og Dr. Who.

Hægt er að skoða línuna í heild sinni og hafa samband við Krumma á Facebook-síðu Laupur design.

Myndir birtar með leyfi Laupur design

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑