Fréttir

Birt þann 19. nóvember, 2019 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Valve kynnir nýjan Half-Life leik

Tölvuleikjafyrirtækið Valve sendi frá sér tíst fyrir stuttu þar sem fram kemur að nýr Half-Life leikur verði kynntur til sögunnar næstkomandi fimmtudag.

Liðin eru 15 ár frá því að Half-Life 2 leit dagsins ljós og 12 ár frá aukapakkanum Half-Life 2: Episode Two. Half-Life leikirnir nutu mikilla vinsælda á sínum tíma og hafa enn viðhaldið ákveðnum vinsældum þar sem aðdáendur leikjanna hafa beðið lengi eftir þriðja Half-Life leiknum, sem hefur ekki enn verið kynntur til sögunnar.

Nýi Half-Life leikurinn ber heitið Half-Life: Alyx og mun vera einn aðal VR-leikjum Valve. Að svo stöddu vitum við ekki mikið um leikinn nema þá að leikurinn er gerður með sýndarveruleika í huga og mun trúlega fókusa á kvenhetjuna Alyx Vance úr Half-Life 2 út frá titlinum að dæma.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑