Fréttir

Birt þann 28. febrúar, 2020 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Stærstu tölvuleikjahátíð Íslands aflýst vegna kórónaveirunnar

Í dag var fyrsta tilfelli COVID-19 veirunnar greint á Íslandi, frá þessu greindi RÚV fyrr í dag. Í kjölfar var hættustigi lýst yfir og boðaði Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnarlæknir blaðamannafund sem fór fram kl. 16:00 í dag. Stuttu eftir að blaðamannafundinum lauk birti CCP yfirlýsingu þess efnis að ákvörðun hafi verið tekin um að aflýsa EVE Fanfest, aðdáendahátíð EVE Online tölvuleiksins.

EVE Fanfest er lang stærsti tölvuleikjatengdi viðburðurinn á Íslandi en þar hittast EVE Online spilarar víðs vegar að í raunheimum og hitta framleiðendur leiksins sem hafa boðið upp á fjölbreytta og fjöruga dagskrá. Hátíðin átti að fara fram dagana 2.-5. apríl á þessu ári og stóð til að Hatari myndi spila á tónleikum hátíðarinnar. Fólk brást misvel við fréttunum þar sem sumir eru alls ekki sáttir við ákvörðunina á meðan aðrir sýna henni skilning og hrósa fyrirtækinu fyrir að taka samfélagslega ábyrgð.

Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu CCP í heild sinni sem birt var fyrr í dag á heimasíðu EVE Online.

Dear Capsuleers,

In light of the recent and ongoing global developments surrounding the spread of the COVID-19 coronavirus, we have taken the decision to cancel this year’s Fanfest event in Reykjavik, Iceland.

It is with a heavy heart that we make this decision, and we know this news will be disappointing to our wonderful community, but we feel absolutely compelled to follow the most responsible course of action and prioritize the safety and well-being of our attendees, our staff and of course the general Icelandic public.

We realize that the situation a month from now could be very different, but the way events are developing both globally and in Iceland’s neighboring countries, an in-depth and serious review has made it clear that this is a necessary step to take.

We wanted to get this information to you as swiftly as possible in order to allow you to make the necessary changes to any travel or accommodation arrangements that you may have made. We will be providing further details over the course of the next few weeks, so please keep an eye on all EVE Online social media channels for these updates.

Fly safe.

Mynd: EVE Online

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑