Author: Bjarki Þór Jónsson

Í dag var fyrsta tilfelli COVID-19 veirunnar greint á Íslandi, frá þessu greindi RÚV fyrr í dag. Í kjölfar var hættustigi lýst yfir og boðaði Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnarlæknir blaðamannafund sem fór fram kl. 16:00 í dag. Stuttu eftir að blaðamannafundinum lauk birti CCP yfirlýsingu þess efnis að ákvörðun hafi verið tekin um að aflýsa EVE Fanfest, aðdáendahátíð EVE Online tölvuleiksins. EVE Fanfest er lang stærsti tölvuleikjatengdi viðburðurinn á Íslandi en þar hittast EVE Online spilarar víðs vegar að í raunheimum og hitta framleiðendur leiksins sem hafa boðið upp á fjölbreytta og fjöruga dagskrá. Hátíðin átti að fara fram dagana…

Lesa meira

Sífellt fleiri íslensk íþróttafélög eru farin að bjóða upp á æfingar í rafíþróttum. Ármann er eitt af þeim íþróttafélögum á Íslandi sem hafa stofnað sína eigin rafíþróttadeild innan félagsins og er markmið deildarinnar að verða leiðandi í grasrótarstarfi innan rafíþrótta. Félagið vill efla krakka félagslega, andlega og líkamlega í gegnum áhugamál þeirra. Á dögunum birti Ármann esports fallega reynslusögu á Facebook-síðu sinni frá foreldri sem segir að það skipti miklu máli að hafa þennan valkost í flóru íþróttanna á Íslandi og að sonur sinn hafi fundið sig í rafíþróttadeild Ármans. Reynslusöguna í heild sinni er hægt að lesa hér fyrir…

Lesa meira

Tölvuleikjafyrirtækið Valve sendi frá sér tíst fyrir stuttu þar sem fram kemur að nýr Half-Life leikur verði kynntur til sögunnar næstkomandi fimmtudag. Liðin eru 15 ár frá því að Half-Life 2 leit dagsins ljós og 12 ár frá aukapakkanum Half-Life 2: Episode Two. Half-Life leikirnir nutu mikilla vinsælda á sínum tíma og hafa enn viðhaldið ákveðnum vinsældum þar sem aðdáendur leikjanna hafa beðið lengi eftir þriðja Half-Life leiknum, sem hefur ekki enn verið kynntur til sögunnar. Nýi Half-Life leikurinn ber heitið Half-Life: Alyx og mun vera einn aðal VR-leikjum Valve. Að svo stöddu vitum við ekki mikið um leikinn nema…

Lesa meira

Nýr FIFA fótboltaleikur er árlegur viðburður og kom sá nýjasti FIFA 20 í verslanir í seinasta mánuði. Nýi leikurinn býður upp á fjölbreyttan fótbolta, allt frá suður-amerískum götubolta yfir í stórleiki meistaradeilda. Fókusinn í FIFA hefur lengi vel verið að bjóða upp á skemmtilega spilun sem er á sama tíma sem næst raunveruleikanum. Tæknin þróast á milli ára og býður sífellt upp á fleiri og flóknari möguleika; snúningsbolta, tæklingar, snertingar og fleira. Sjaldan sjást stórar breytingar milli ára á FIFA-leikjum þar sem mikil áhersla er á fínpússun þar sem litlum hlutum er breytt og öðru bætt við, en beinagrind leiksins…

Lesa meira

… tölvuleikurinn Ape Out (2019) verður spilaður með undirspili frá djasstónlistarmönnunum Tuma Árnasyni og Höskuldi Eiríkssyni. Í tónlistarhúsinu Mengi (Óðinsgötu 2 í Reykjavík) verða haldnir tónleikar í kvöld þar sem tölvuleikurinn Ape Out (2019) verður spilaður með undirspili frá djasstónlistarmönnunum Tuma Árnasyni (saxófón) og Höskuldi Eiríkssyni (slagverk). Sigursteinn J. Gunnarsson mun sjá um að spila tölvuleikinn fyrir framan áhorfendur en í leiknum er fylgst með flóttasögu górillu í hefndarhug. Tónlistarmenn munu deila sviðinu með tölvuleiknum og endurskapa tónlist og hljóð leiksins. Það er listamannahópurinn Isle of Games sem stendur fyrir sýningunni og hefur hópurinn það að markmiði að finna nýja…

Lesa meira

Daði Einarsson hjá Myrkur Games segir okkur frá The Darken sem er söguríkur ævintýraleikur þar sem spilarinn getur haft áhrif á sögu leiksins með sínum ákvörðunum. Fyrirtækið er með sína eigin aðstöðu fyrir hreyfiföngun (motion capture) og hefur nú þegar ljósmyndaskannað nokkra leikara sem munu fylla í a.m.k. sjö stærstu hlutverk leiksins, þar á meðal er Karl Ágúst Úlfsson sem fer með hlutverk Abram Finlay sem er einn af meira áberandi aukapersónum leiksins. Mynd: Myrkur Games

Lesa meira

nútur Haukstein er sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarmaður og hluti kvikmyndagerðarhópsins Flying Bus sem framleiðir meðal annars þættina BíóBílinn sem hafa verið birtir hér á Nörd Norðursins. Knútur ákvað fyrir skemmstu að teikna alla karakterana úr tölvuleiknum Tekken 3 og birta á netinu. Við fengum leyfi til að birta myndirnar hér á síðunni og heyrðum í Knúti, en hann stefnir einnig á að teikna fleiri tölvuleikjakaraktera á næstunni og geta áhugasamir fylgst með á Deviant Art, Facebook og Instagram. Hver er Knútur Haukstein? Ég er fyrst og fremst sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarmaður útskrifaður úr Kvikmyndaskóla Íslands og hef bæði verið að leikstýra sjálfur…

Lesa meira

Haraldur Hrafn Guðmundsson (Krummi) hjá Laupur design kynnti nýtt nördaskart á Midgard hátíðinni sem haldin var í Kópavogi seinustu helgi. Hálsmen, hringar og eyrnalokkar sem tengjast meðal annars Star Wars, Predator og Star Trek voru þar til sýnis. Krummi segir að margir gestir hafi sýnt nýju línunni áhuga og segist auk þess taka við sérpöntunum úr nördaheimum, nú þegar hafa borist fyrirspurnir í tengslum við Zelda og Dr. Who. Hægt er að skoða línuna í heild sinni og hafa samband við Krumma á Facebook-síðu Laupur design. Myndir birtar með leyfi Laupur design

Lesa meira

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Parity var stofnað fyrir um tveimur árum af Maríu Guðmundsdóttur, sem þekkir leikjaiðnaðinn vel eftir að hafa starfað hjá CCP í yfir áratug. María segir að fyrirtækið leggi áherslu á fjölbreytileika meðal starfsfólks en leikjaiðnaðurinn hefur yfir höfuð þótt karllægur geiri í gegnum tíðina og kynjahlutfall innan tölvuleikjafyrirtækja oft ójafnt. Við heyrðum aðeins í Maríu á Midgard nördahátíðinni og ræddum við hana um tölvuleikinn Island of Winds sem fyrirtækið er að þróa um þessar mundir, en á hátíðinni var hægt að prófa prufuborð í leiknum sem sækir innblástur meðal annars til íslenskrar náttúru og þjóðsagna. Mynd: Skjáskot og…

Lesa meira

Dagana 13.-15. september næstkomandi verður Midgard ráðstefnan haldin í annað sinn. Við nördarnir mættum í fyrra og mælum hiklaust með þessum viðburði. Hér er yfirlit yfir allt það helsta sem þú þarft að vita fyrir Midgard 2019! Hvað er Midgard? Midgard er nördaráðstefna (eða „convention“ (stundum stytt sem con) eins og þekkist erlendis) á vegum Nexus og Cosplay Iceland. Margar ráðstefnur leggja áherslu á ákveðin þemu innan nördaheimsins eins og til dæmis getur verið sérstök ráðstefna eingöngu tileinkuð teiknimyndasögum og önnur tölvuleikjum, en á Midgard er eitthvað fyrir alla, sama hvort þú hefur áhuga á borðspilum, tölvuleikjum, teiknimyndasögum, búningum, ofurhetjum…

Lesa meira