Fréttir

Birt þann 11. september, 2020 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Hvað mun nýja Xbox tölvan kosta á Íslandi?

Óvíst er hvort Xbox Series S eða Xbox Series X verði fáanlegar á Íslandi strax á útgáfudegi. Þegar haft var samband við Gamestöðina fengust þau svör að unnið væri hörðum höndum að fá tölvurnar sem allra fyrst hingað til lands. Ekkert verð hefur fengist uppgefið frá íslenskum verslunum en álagning á leikjatölvur hefur verið mismikil hér á landi eins og sést til dæmis á verðmuni leikjatölva á Íslandi og erlendis og þegar samkeppni er milli verslana líkt og gerðist með PlayStation Pro.

Útreikningar sýna að gera megi ráð fyrir að Xbox Series S muni kosta á bilinu 65 til 75 þúsund krónur og Xbox Series X í kringum 80 til 100 þúsund krónur.

Miðað við núverandi gengi íslensku krónunnar má gera ráð fyrir því að smærri útgáfan muni kosta í kringum 41 til 53 þúsund krónur (eftir því hvort borgað sé með Bandaríkjadölum eða breskum pundum). Ofan á þann kostnað bætist við sendingarkostnaður, tollar og almenn álagning í verslunum. Útreikningar sýna að gera megi ráð fyrir að Xbox Series S muni kosta á bilinu 65 til 75 þúsund krónur og Xbox Series X í kringum 80 til 100 þúsund krónur.

Við ítrekum að verð hefur ekki verið staðfest hér á landi og um ágiskun er að ræða. Breytt gengi og þróun COVID-19 getur meðal annars haft áhrif á sendingartíma og kostnað á vörum.

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑