Retró

Birt þann 8. júní, 2016 | Höfundur: Kristinn Ólafur Smárason

The Legends of Owlia – Nýr NES Homebrew leikur

Það er ekki á hverjum degi sem það kemur út nýr leikur fyrir gömlu gráu NES tölvuna. Engu að síður gaf leikjafyrirtækið Gradual Games út nýjan NES leik fyrir nokkru síðan sem ber titilinn The Legends of Owlia. Leikurinn minnir mikið á upphaflega The Legends of Zelda, enda er sækir hann mikinn innblástur í þann leik ásamt leikjum á við Crystalis og StarTropics.

legendsofowlia3

Söguþráður leiksins er á þann veg að fyrir margt löngu síðan var heimurinn skapaður af sex miklum uglum sem drottnuðu yfir landinu árþúsundum saman. Uglurnar urðu með tímanum drambsamar og misstu völdin til konungs hafsins, marbendilsins Mermon, sem fangelsaði allar uglurnar nema eina; Silmaran. Silmaran leitaði um allan heim að hetju til að bjarga uglunum og heiminum sem hann svo fann í söguhetju leiksins Adlanniel og ugluvini hennar Tyto.

legendsofowlia4

Leikurinn er fremur stór í smíðum miðað við flesta hefðbundna NES leiki, en hann inniheldur tæplega 20 mismunandi óvini, 7 borð og 5 “skjá-fyrir-skjá” dýflissur sem eru fullar af þrautum. The Legends og Owlia er gefinn út af  Infinite NES Lives sem framleiða leikinn úr nýjum íhlutum sem þýðir að engir gamlir NES leikir létu lífið við framleiðslu leiksins. Leikurinn er gefinn út í tveimur útgáfum; Staðlaðari sem inniheldur leikinn og bækling, og einnig safnaraútgáfu sem inniheldur það fyrrnefnda auk kassa og hulsturs utan um leikinn.

legendsofowlia5

 

The Legends of Owlia er annar leikurinn sem Gradual Games gefa út fyrir NES, en þeir gáfu einnig út hopp-og-skopp leikinn Nomolos: Storming the CATsle árið 2012.

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑