Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Kvikmyndarýni: Pacific Rim (2013)
    Bíó og TV

    Kvikmyndarýni: Pacific Rim (2013)

    Höf. Nörd Norðursins23. júlí 2013Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Það er augljóst frá upphafi að Pacific Rim er að hylla japanskar skrímslamyndir því strax í upphafi myndarinnar er orðið Kaiju útskýrt, en það er japanska orðið yfir skrímsli. Þessi tegund mynda var vinsæl í Japan frá 1954 til 1980. Skrímsli og vélar sem berjast á banaspjótum er heldur ekkert nýtt í kvikmyndasögunni og ef einhverjir þekkja þessa formúlu þá eru það Japanir. Godzilla vs. Mechagodzilla frá árinu 1974 sem fjallaði um baráttu skrímslis og risastórrar bardagavélar átti eftir að spinna út frá sér aðrar svipaðar myndir. Guillermo del Toro er því ekki að brjóta ísinn með Pacific Rim og hann er fullkomlega meðvitaður um að hann er að nýta sér japönsku formúluna enda er ekki bara tenging við japanska orðið Kaiju því stór hluti myndarinnar gerist í Asíu, aðallega í Hong Kong og með eitt aðalhlutverkið fer japanska leikkonan Rinko Kikuchi (Mako Mori) sem er eiginlega of góð leikkona til að leika á móti Charlie Hunnam (Raleigh Becket).

    Pacific Rim tekur sig ekki alvarlega og del Toro virðist vera fullkomlega meðvitaður um hvað hann er að gera því formúlan er einföld og augljóst að hér hefur verið reynt að gera alvöru sumarsmell.  Ekki er verið að reyna að gera mynd sem á að vera eitthvað meira en hún er, pyttur sem svo margar stórmyndir sumarsins falla því miður í.

    Pacific Rim

    Með einfaldri og þægilegri myndfléttu í upphafi myndarinnar er útskýrt hvernig Kaiju skrímslin herjuðu á mannkynið, en úr iðrjum jarðar og annarri vídd koma þessir óvættir. Fljótlega er ljóst að árásir skrímslanna munu ekki hætta og brugðist er við því með manngerðum skrímslum sem kallast Jaegers. Erfitt er fyrir einn mann að stjórna þessum vélum og því eru tveir menn um borð sem tengjast saman með einhversskonar hugartengingu. Hægra heilahvelið hjá einum tengist saman við vinstra hvelið hjá hinum. Tveir menn vinna því sem einn maður. Jaegers ná að halda skrímslunum í skefjum en fljótlega verður mönnum ljóst að skrímslin eru að verða sífeltt erfiðari viðureignar og því er gripið til róttækari aðgerða og þar koma inn í planið Rinko og Charlie.

    Ég sagði í annarri gagnrýni að Man of Steel væri með einhverjar flottustu tæknibrellur sem sést hefur í langan tíma. Ég verð að taka þessi orð mín til baka og færa yfir á Pacific Rim. Tæknibrellurnar eru með ólíkindum flottar enda er del Toro mjög fær í því að skapa sinn eigin heim og sjónarspilið er því mikið. Bardagarnir eru ótrúlega flottir þó svo að notkun nærmynda sé á köflum of mikil.

    Þó svo að sagan sé á yfirborðinu einföld þá liggur undir niðri flóknari saga aðalpersónanna, það er sú saga sem drífur myndina áfram en ekki bardagarnir eða sjónarspilið. Því flestar persónurnar hafa mjög persónulegar ástæður fyrir því að drepa skrímslin. Persónusköpunin er mjög temmileg og vekur upp nógu mikla samkennd svo að áhorfendur hvetja vélmennin áfram en fylgjast ekki bara með bardagaatriðunum. Margir sumarsmellir ná ekki að gera þetta svona vel. Svo mætti fara út í dýpri pælingar um þema myndarinnar eins og samband manna og véla, tölvutækni og analog.

    Pacific Rim

    Lagt er jafnt á vogarskálarnar í myndinni, tæknibrellurnar eru stórkostlegar og til mótvægis er góð persónusköpun og saga. Del Toro hefur svo sannarlega rétta fólkið á bakvið sig til þess að ná þessu jafnvægi fram. Til að nefna eitthvað þá er tónlistin stórglæsileg og passar vel við stóru skrímslin, tónarnir því djúpir og mikil þyngd í hljómunum. En Ramin Djawadi, sem hefur meðal annars gert tónlistina fyrir Game of Thrones, heldur um sprotann. Kvikmyndatökumaðurinn Guillermo Navarro er með reynsluna á bakinu og það sést. Hann sparar hristinginn og hreyfanlegu tökuvélina fyrir hasaratriðin, eitthvað sem ætti að vera augljós lausn í öðrum kvikmyndum, eins og Man of Steel.

    Del Toro passar sig á því að metta ekki áhorfendur of snemma af yfirgripsmiklum bardagaatriðum. Hægt og bítandi verða bardagarnir stærri og undir lokin eru öll spilin dregin fram úr erminni. Þó hefði mátt stytta lokabardagann örlítið að mínu mati, en hverjum er ekki sama. Hér er á ferðinni mynd sem tekur sig ekki alvarlega og veit hvað áhorfendur vilja fá út úr sumarsmell. Pacific Rim er svo sannarlega sumarsmellurinn í ár!

     

    Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

     

    2010s Guillermo del Toro kvikmyndarýni Pacific Rim Ragnar Trausti Ragnarsson
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaBókarýni: Vargsöld: Roðasteinninn I eftir Þorstein Mar
    Næsta færsla Topp 5 íslensk illmenni
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021

    Austin Powers heimsækir Mass Effect

    19. október 2021

    Death Stranding: Þræðirnir sem tengja okkur saman

    20. nóvember 2019

    Íslensk mynd um vináttu í Eve Online hlýtur verðlaun

    14. júní 2019
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.