Bíó og TV

Birt þann 1. júlí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Topp 5 bestu og verstu sumarsmellirnir

Nú er tími sumarsmellanna frá Hollywood og við höfum þegar fengið fyrsta stóra smellinn með Superman myndinni Man of Steel. Það er því  við hæfi að fara yfir bestu og verstu sumarsmellina í gegnum tíðina en hugmyndin á bakvið sumarsmellinn byrjaði með Jaws sem var frumsýnd sumarið 1975 en á áttunda áratugnum varð afturhvarf til mynda, framhaldsmynda og sería, sem voru í ætt við klassísku Hollywood. Boltinn fór að rúlla eftir Jaws og myndir eins og Star Wars voru frumsýndar að sumri til, yfirleitt fyrir 4. júlí (þjóðhátíðardag Bandaríkjanna). Geimverutryllirinn Independence Day var til að mynda frumsýnd sumarið 1996 tveimur dögum fyrir hátíðardaginn. Það sem einkennir sumarsmelli er yfirleitt yfirgripsmiklar markaðsherferðir í kringum myndirnar sem oft á tíðum kosta meira en framleiðslan sjálf og einnig hafa myndirnar yfirleitt auðmeltan söguþráð og búa yfir miklu magni af tæknibrellum og flottum senum þar sem áhættuatriði spila líka stórt hlutverk. En byrjum á þeim verstu að mínu mati.

 

VERSTU SUMARSMELLIRNIR

 

5. Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull (2008)

Indiana Jones - Crystal Skull

Harrison Ford orðinn of gamall fyrir hlutverkið og Shia LaBeouf passaði engan veginn inn í myndina.

 

4. Catwoman (2004)

Catwoman

Góð hugmynd en það er ekki nóg að setja góða leikkonu eins og og Halle Berry í kattarbúninginn og byrja svo tökur án þess að hafa fullbúið handrit og sýn við hendina.

 

3. Batman & Robin (1997)

Batman and Robin

Eflaust eiga margir eftir að vera ósammála mér með þetta en prófaðu að horfa aftur á myndina eins og ég gerði um daginn. Clooney sem Batman… never again!

 

2. Superman III (1983)

Superman 3

Það er erfitt að vita hvort framleiðendur myndarinnar hafi ætlað að gera grínmynd eða ofurhetjumynd eða bara blanda öllu saman í mjög steikta útkomu. Gamanleikarinn Richard Pryor fær ekki einu sinni tækifæri til að stela senunni.

 

1. Battlefield Earth (2000) og Star Wars: Episode I – The Phantom Menace (1999)

Battlefield Earth og Star Wars Episode 1

Ein af fáum myndum sem ég hef séð í bíó en gengið svo út úr bíósalnum, eða horfði ég á alla myndina? Allavega var hún það léleg að ég man ekki mikið eftir þessu sumri. Hláturinn í John Travolta situr þó því miður ennþá eftir í minningunni.

Gat ekki sleppt Star Wars: Episode I. Ég held að útskýringar séu óþarfar, læt myndina tala sínu máli.

 

BESTU SUMARSMELLIRNIR

 

5. Independence Day (1996)

Independence Day

Þvílík skemmtun og tæknibrellurnar voru geðveikar. Það verður gaman að sjá hvort framhaldið verði eitthvað í líkingu við forverann, en hún er væntanleg næsta sumar. Hrekk ennþá í kút yfir atriðinu á skurðstofunni þar sem verið er að opna hausinn á geimverunni.

 

4. Jurassic Park (1993)

Jurrasic Park

Mynd sem setti ný viðmið í tæknibrellum og sjónrænum brellum. Það var reynt að fanga töfra þessarar myndar með framhaldsmyndum en það tókst ekki. Steven Spielberg sýndi og sannaði að hann er einn fremsti sagnameistarinn í Hollywood.

 

3. Forrest Gump (1994)

Forrest Gump

Forrest Gump er kannski ekki hinn hefðbundni sumarsmellur en hún er einhver besta „feel-good“ mynd sem gerð hefur verið og kom mörgum hressilega á óvart. Tom Hanks sýndi stórleik.

 

2. The Dark Knight (2008)

Dark Knight

Vá! Þvílík veisla. Christopher Nolan í essinu sínu og Heath Ledger stal senunni.

 

1. Star Wars (1977)

Star Wars

Áhrifin sem Star Wars hafði á afþreyingarmenninguna, kvikmyndaiðnaðinn og tæknibrellur eru ótvíræð. Það er í raun erfitt að setja myndina ekki í fyrsta sæti. Hún er Citizen Kane sumarsmellanna.

 

Endilega komið svo með ykkar skoðanir á þessu og bætið við listana því þeir eru í styttra lagi hjá mér.

 

Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson,
fastur penni á Nörd Norðursins og nemi í kvikmyndafræði við Háskóla Íslands.

 

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑