Bækur og blöð

Birt þann 27. maí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Tekið til eftir ofurbardaga – Kynning á Damage Control

Þegar ofurhetjur eru að berjast við óvini sína getur stundum komið fyrir að bílar skemmist, byggingar eyðileggjast eða allt fer hreinlega í rúst eftir átökin. En hvað gerist eftir það? Ekki kemur þrumuguðinn Þór, Kapteinn Ameríka eða Kóngulóarmaðurinn seinna og tekur til eftir sig. Ekki er hægt að láta vondu kallanna gera það, þeir myndi líklegast ekki gera mikið gagn. Þess vegna var fyrirtækið Damage Control stofnað, til þess að taka til og byggja upp eftir svona átök.

Starfsmenn Damage Control voru fyrst kynntir fyrir lesendum árið 1988 í Marvel Age Annual og komu síðan ári seinni í myndasögunum Marvel Comics Presents. Þessir starfsmenn hafa oft verið með lítil hlutverk í stórum atburðum í Marvel heiminum. Þeir spila stórt hlutverk í Civil War seríunni sem kom út milli 2006 og 2007, auk þess að taka mikinn þátt í seríunni World War Hulk sem kom út árið 2008. Það voru Dwayne McDuffle og Ernie Colón sem bjuggu til Damage Control, hugmyndin var sú að hafa þess grúbbu sem grínþátt innan Marvel heimsins. Það var svo árið 1989 sem Damage Control komst fyrst inn í opinberlegu handbók um Marvel heiminn. En hverjir eru þeir, hvaðan koma þeir og hver á þetta fyrirtæki eiginlega?

Damage ControlAnn-Marie Hoag er stofnandi og fyrsti forstjóri fyrirtækisins, hún er komin á seinni árin og er hún góður vinur Nick Fury. Hún sannfærði Nick Fury að S.H.I.E.L.D. ætti að lána henni pening til þess að kaupa hluta í Damage Control. En á þeim tíma voru Tony Stark, Iron Man, og Wilson Fisk, the Kingpin, stærstu hluthafar fyrirtækisins. Tony leið aldrei vel að eiga hlut í fyrirtæki með Wilson Fisk, enda ekkert skrítið þar sem annar var glæpamaður og hinn var ofurhetja. Höfuðstöðvarnar eru í Flatiron byggingunni í New York.

Ofurhetjan Herkúles vann fyrst hjá fyrirtækinu í samfélagsþjónustu en eftir að hafa tapað öllum sínum guðlegu auðæfum í lögsókn gegn The Constrictor, þá fór Herkúles að vinna hjá fyrirtækinu í fullri vinnu. Hægri hönd Ann-Marie Hoag í fyrirtækinu er Robin Chapel, sem er metnaðarfull og mikill viðskiptamaður í sér en á þó sínar mjúku hliðar. Svo er það Albert Cleary, sem er snillingur þegar það kemur að fjárhagsmálum og heldur alltaf ró sinni þegar hann á í samskiptum við aðra. Eitt af hans verkefnum er að rukka vondu kallanna, t.d. Dr. Doom, fyrir þær skemmdir sem þeir valda. Cleary býr yfir þeim ótrúlega hæfileika að jakkafötin hans krumpast aldrei. Dr. Doom var það heillaður af Cleary að hann bauð honum vinnu sem Cleary afþakkaði, Dr. Doom bar það mikla virðingu fyrir honum að hann leyfði honum að lifa.

John Porter starfaði fyrst sjálfstætt við að selja ofurhetju tryggingar en var síðan ráðann af Ann-Marie Hoag. Í upphafi þá hötuðu Porter og Chapel hvort annað en eftir að þau grófu stríðsöxina urðu þau fljótlega að elskendum. Porter hefur þann hæfileika að finna friðsæla og góða lausn á erfiðustu vandamálum. Bart Rozum var fyrst aðeins nemi hjá fyrirtækinu en var seinna ráðinn sem aðstoðarmaður Robin Chapel. Rozum er góður vinur Robbie Baldwin, Speedball/Penance, þar sem hann hefur einnig unnið fyrir Damage Control. Þessi vinátta leiddi til þess að samið var um að ofurhetjur myndu hjálpa við að byggja allt upp eftir að allt var brotið og bramlað í World War Hulk seríunni. Eftir að fyrirtækið rak tæknimanninn Eugene „Gene“ Strausser varð Gene að ofurglæpamanni í smá stíma, réðst meira að segja á She-Hulk. Hann var síðan enduráðinn af Ann-Marie Hoag þegar hún náði valdi yfir öllu fyrirtækinu. Gene afplánaði sinn tíma sem starfsmaður hjá fyrirtækinu en það má hann þakka fyrverandi yfirmanni sínum, Nick Fury. Hann fékk svo fulla náðum eftir að hann tók þátt í uppbyggingunni eftir World War Hulk.

Damage ControlStarfsmenn Damage Control hafa lent í ýmsu í þeirra störfum fyrir fyrirtækið. Eitt sinn þegar fangar úr The Vault brutust út þá lentu starfsmennirnir í miðjunni á uppþotinu. Þeir hafa fengið líflátshótun frá Refsaranum, the Punisher, og hafa hitt bæði the Silver Surfer og Galactus. Einnig hafa þeir „barist“ með the X-Men, átt samstarf við the New Warriors og voru næstum því jarðaðir af Hulk. Þegar Ann-Marie Hoag var boðin vinna hjá stjórnvöldum þá stakk hún upp á að Robin Chapel yrði arftaki hennar. Á þessum tímapunkti seldu bæði Stark og Fisk þeirra hlut í fyrirtækinu. Stark vildi ekki vera tengdur við höfuðpaurinn og Fisk hafði enga trúa á að Chapel gæti stjórnað fyrirtækinu.

Fyrirtækið Charlton Co. keypti meirihlutann í Damage Control og reyndi að búa til meiri hagnað hjá fyrirtækinu, sem endaði með að Damage Control var næstum keyrt í þrot. Þá sannfærði Ann-Marie Hoag S.H.I.E.L.D. að fjárfesta í fyrirtækinu og á endanum lánaðu þeir henni pening svo hún gæti keypt fyrirtækið aftur. S.H.I.E.L.D. uppgötvaði seinna að þegar Wilson Fisk seldi sinn hlut í fyrirtækinu þá var það alltaf plan hans að kaupa aftur sinn hlut á lægra verði, sem hann líka gerði. Í einum af viðburðunum sem áttu sér stað eftir þetta, sem Wilson Fisk tók þátt í, þá varð New York fyrir miklum skaða sem varð af bardögum milli ofurhetja og óvina þeirra. Wilson Fisk endaði líka á því að græða heilan helling þegar Damage Control var ráðið til að laga skemmdirnar.

Damage Control hefur komið fram í fleiri heimum en þessum sem talað var um fyrr. Í Ultimate seríunni hjá Marvel var þetta fyrirtæki með sömu starfsemi en starfsmennirnir voru allt aðrir. Í þeirri útgáfu þá sér the Wrecking Crew um að taka til eftir bardaga. En þessi sveit er þekkt í Marvel heiminum fyrir allt aðrar hluti en að taka til. The Wrecking Crew samanstendur af Bulldozer, Piledriver, Thunderball og the Wrecker, en þeir eru mest þekktir fyrir að vera vondu kallarnir og komu fyrst fram í blaðinu Defenders vol. 1, númer 17 árið 1974. Einnig er gaman að segja frá því að í Iron Man myndinni sem kom árið 2008 þá er stuttlega talað um að Damage Control sé að laga til eftir aðalbardagann í myndinni.

 

Höfundur er Helgi Freyr Hafþórsson,
nemi í fjölmiðlafræði.

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑