Menning

Birt þann 28. maí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Þungarokkarinn Christopher Lee 91 ára

Breski leikarinn Christopher Lee á heldur betur glæstan feril að baki. Hann hóf leikferil sinn á fimmta áratugnum og var þá á þrítugsaldri. Síðan þá hefur hann meðal annars farið eftirminnilega með hlutverk Drakúla í Hammer-hrollvekjunum, Count Dooku í Star Wars og Saruman í Lord of the Rings.

Christopher Lee hélt í gær upp á 91 ára afmælið sitt (fæddur 27. maí 1922) með því að gefa út þungarokksplötuna Charlemagne: The Omens of Death sem er framhald plötunnar Charlemagne: By the Sword and the Cross sem kom út árið 2010.

Hér fyrir ofan fjallar Christopher um nýju plötuna og leyfir okkur að heyra valda lagabúta. Til gamans má geta að þrátt fyrir háan aldur er nóg að gera hjá leikaranum sem leikur meðal annars í nýju kvikmyndaseríunni The Hobbit.

-BÞJ
Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑