Bækur og blöð

Birt þann 27. maí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Íslenska myndasögublaðið (Gisp!) snýr aftur

Íslenska myndasögublaðið (Gisp!) snýr aftur eftir langt hlé. (Gisp!) á sér 22 ára sögu og er nýjasta blaðið það 11. í seríunni, en mislangt hefur liðið milli blaða í gegnum tíðina. Að þessu sinni er að finna spennandi sögur og myndlist eftir Bjarna Hinriksson, Halldór Baldursson, Jóhann Ludwig Torfason og Þorra Hringsson. Einnig eru gestirnir Sigga Björg Sigurðardóttir, Hugleikur Dagsson, Lilja Hlín Pétursdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir með krassandi efni í blaðinu.

Blaðið er prentað í aðeins 300 eintökum verður hægt að nálgast eintak á sýningunni Þrautir til 9. júní, í Útúrdúr á Hverfisgötu og Nexus.

Við bendum áhugasömum á þetta viðtal á RÚV sem var tekið við Þorri Hringsson myndlistarmann í Morgunútvarpinu fyrir stuttu, en þar fer hann yfir sögu blaðsins og spjallar aðeins um myndasögur yfir höfuð.

Heimildir: Facebook og RÚV / -BÞJ
Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑