Myrkur Games á Future Games Show
Íslenska leikjafyrirtækið Myrkur Games verður á Future Games Show leikjasýningunni sem fer fram laugardaginn 7. júní kl. 20:00. Á Facebook-síðu Myrkur Games kemur fram að á leikjasýningunni verði fyrirtækið með spennandi fréttir handa áhorfendum. Þess má geta að þá hefur Myrkur Games unnið að gerð ævintýraleiksins Echoes of the End undanfarin ár sem er þeirra fyrsti leikur.
Hægt verður að fylgjast með Future Games Show í beinni útsendingu á Twitch og YouTube.
https://www.futuregamesshow.com