Birt þann 13. júní, 2024 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson
0Gullni vegur Elder Scrolls Online
Fín viðbót
Samantekt: Góð viðbót við ESO seríuna, nýtur sín þó best með Necrom pakkanum.
3.5
Bethesda og ZeniMax Online Studios hafa gefið út nýja viðbót fyrir MMORPG leikinn The Elder Scrolls Online (ESO) sem ber heitið Gold Road. Viðbótin kom út fyrir stuttu á PC ogMac og verður fáanleg fyrir leikjavélar Sony og Microsoft síðar í þessum mánuði.
Það verða ný svæði til að kanna í ESO: Gold Road;
- Gold Road – temprað umhverfi ekki ólíkt Gold Coast og heimili höfuðborgarinnar Skingrad. Leikmenn leiksins TES IV: Oblivion ættu að kannast við hana.
- Dawnwood – heimili frumskóga sem eru að vaxa í átt að Valenwood, umkringdir þéttum óbyggðum og heimili skógarálfanna í Vashabar.
- Wildburn – er hættulegt svæði sem skilur Dawnwood frá Colovian hálendinu og Gold Road. Sjúkt og brenglað svæði með fullt af hættulegum skrímslum.
- Colovian Highlands – fjalllent svæði sem inniheldur Imperial byggð og ótal rústir. Fullt af klassískum Colovian arkitektúr sem sýnir fallega Ayleid rústir og menningu þeirra sem hafa aldrei sést áður.
Hægt er að kanna aðra þekkta staði úr Oblivion eins og Anvil og Kvatch sem margir leikmenn ættu að kannast vel við. Það er nýtt 12 manna prófun (trial), Lucent Citadel þar sem leikmenn þurfa að vinna saman og kanna gleymda Daedric dýflissu innan heims Fargrave og leita að hinum dularfulla Arcane Knot.
Scribing og styling
Scribing er ný viðbót við ESO í ár og leyfir fólki að búa til og sérhanna hæfileika sína til að henta leikstíl þeirra. Það tekur smá tíma að átta sig á því hvernig það virkar, en leikurinn er með fín verkefni sem kynna leikmenn betur fyrir því. Eini gallinn er að þetta er bara bundið við nýju viðbótina og þurfa leikmenn að kaupa hana eða vera áskrifendur að ESO: Plus til að njóta þessara nýjunga.
Styling er leið til að sérsníða lit vissra hæfileika, þetta var eitthvað sem ég notaði ekki og mun líklega batna með tímanum þegar ZeniMax Online heldur áfram að bæta við leikinn.
Saga
Í ESO: Gold Road er haldið áfram með söguna sem hófst í ESO: Necrom viðbótinni í fyrrasumar. Leikmenn þurfa að grafa upp leyndarmál fylgjenda Ithelia, hins gleymda Daedric prins sem gengur á ný um í Tamriel og ógnar öllu. Saga og átök hennar við Hermaeus Mora eru skemmtilegasti partur sögunnar og vel leikinn. Aðrar persónur heppnuðust misvel og féllu oft í klisjukennda MMORPG flokkinn þar sem þau virka sem gangandi spurningarmerki fyrir leikmenn sem hægt er að tala við
Það eru sex nýir endakallar til að berjast við og tvær opnar dýflissur ásamt ótal litlum hliðarverkefnum sem auka spilunartíma viðbótarinnar.
Það eru sex nýir heims “bossar” að berjast við og tvær opnar dýflissur að berjast í ásamt ótal litlum hliðar verkefnum sem auka spilunar tíma viðbótarinnar.
ESO: Gold Road er fín viðbót við leikinn og góð leið að halda upp á 10 ára afmæli The Elder Scrolls Online. Leikurinn hefur vaxið og dafnað mikið síðan að hann kom út, það var pínu erfið útgáfan til að byrja með en eftir að leikurinn var endurhannaður með ESO: Tamriel Unlimited þá hefur ESO vaxið og dafnað með reglulegum uppfærslum. Til að fá sem mest úr viðbótinni er æskilegt að spila ESO: Necrom viðbótina fyrst sem kom út í fyrra og við fjölluðum um hérna á síðunni.
Ef leikmenn kaupa ESO: Gold Road stakann þá fá þeir sjálfkrafa aðgang að öllu helstu stóru aukapökkum sem hafa komið út áður fyrir ESO eins og; Necrom High Isle, Blackwood, Greymoor, Elsweyr, Summerset, Morrowind ásamt grunnleikinn.
Ef þið eigið eitthvað eða allt af þessu fyrir þá er hægt að kaupa ódýrari uppfærslu fyrir leikinn. Eins og hefur verið síðan að ESO: Tamriel Unlimited kom út, þá er frítt að spila leikinn mánaðarlega, það er nóg að kaupa leikinn sjálfan og þá aupakanna sem fólk vill spila.
Það skortir ekki hluti til að gera í leik eins og ESO og hvað þá þegar er horft til eldri aukapakka sem fylgja með þegar leikurinn er verslaður ef þú áttir hann ekki fyrir. Ef þið hafið gaman af Elder Scrolls leikjunum og finnst biðin eftir næsta leik jafn erfið eins og mér, þá er vel þess virði að kíkja á ESO: Gold Road.
PS4/PS5, Xbox One/Xbox Series X|S vélarnar fá ESO: Gold Road þann 18. júní, svo biðin er ekki löng.
Eintak var í boð útgefanda