Fréttir

Birt þann 15. júní, 2024 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

0

Íslenskt leikjadjamm 15.-26. júní

Game Makers Iceland (GMI), grasrótarhreyfing innan tölvuleikjasamfélagsins á Íslandi, heldur tólf daga leikjadjamm (eða Game Jam eins og það heitir á ensku) sem hefst í dag kl. 13:00. Á leikjadjammi keppir áhuga- og fagfólk á sviði leikjahönnunar og tölvuleikjagerðar um að búa til nýja leiki á stuttum tíma og þá gjarnan út frá ákveðnum reglum eða þema.

Þemað verður tilkynnt síðar í dag.

Leikjadjammið hefst kl. 13:00 laugardaginn 15. júní og lýkur miðvikudaginn 26. júní.

Leikjadjammið hefst kl. 13:00 laugardaginn 15. júní og lýkur miðvikudaginn 26. júní. Leikjadjömm standa oft yfir í mjög skamman tíma, þá ekki er óalgengt að þátttakendur fái aðeins 48 klukkutíma til að klára sína leiki, en með því að bjóða upp á tólf daga leikjadjamm minnkar stressið til muna. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í stofu M201 í Háskólanum í Reykjavík kl. 13:00 í dag þegar leikjadjammið hefst og þema þess verður tilkynnt. Áhugasamir geta unnið að sínum leik sjálfir eða unnið nokkrir saman í hóp – það er val hvers og eins.

Að loknu leikjadjammi fá þátttakendur og aðrir áhugasamir tækifæri til að hittast í Egilhöll í Next Level Gaming, sem er nýtt tölvuleikjasetur. Þar verða leikirnir til sýnis og geta áhugasamir fengið að prófa leikina.

Nánari upplýsingar um leikjadjammið er að finna á viðburðinum á Facebook.

Mynd: Summer Game Jam Kick-Off á Facebook

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑