Fréttir

Birt þann 13. júní, 2022 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

LANsetrið Gzero komið á sölu

Rekstur LANsetursins Gzero Gaming er til sölu og óska rekstraraðilar eftir tilboði. Færsla birtist á fasteignavef mbl.is og fasteignavef Vísis þann 27. apríl síðastliðinn og síðan þá hafa í kringum 500 skoðað færslurnar þegar þessi frétt er skrifuð (159 á mbl.is og 319 á Vísi). Gzero á sér um tuttuga ára sögu sem LANsetur og hefur unnið sér inn gott orðspor meðal tölvuleikjaspilara í gegnum árin. Gzero er staðsett í 570 fm. leiguhúsnæði við Grensásveg 16 og inniheldur fimm sali með 82 leikjatölvum.

Við erum á ákveðnum tímamótum í dag, búnir að vera í þessum rekstri í tuttugu ár og kannski kominn tími á breytingu hjá okkur sjálfum. Síðan eru orðin ákveðin kynslóðaskipti í tölvuleikjasenunni og rafíþróttaheiminum, þar hefði G-Zero ábyggilega gott af nýjum kröftum og ferskri sýn til að leiða öflugt starf áfram á G-Zero.

Aðspurður segir Siggi, annar stofnenda G-Zero, að sala sé einn af þeim möguleikum sem verið er að skoða. „Við erum á ákveðnum tímamótum í dag, búnir að vera í þessum rekstri í tuttugu ár og kannski kominn tími á breytingu hjá okkur sjálfum. Síðan eru orðin ákveðin kynslóðaskipti í tölvuleikjasenunni og rafíþróttaheiminum, þar hefði G-Zero ábyggilega gott af nýjum kröftum og ferskri sýn til að leiða öflugt starf áfram á G-Zero.

Fasteignasalan Miðbær annast söluna og hægt er að fá nánari upplýsingar og skoða myndir á fasteignavef mbl.is og fasteignavef Vísis.

Mynd: Gzero á Facebook

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑