Fréttir

Birt þann 2. október, 2021 | Höfundur: Daníel Páll Jóhannsson

Firmamót ELKO

Dagana 28. október til 9. desember er fyrsta firmamótið í rafíþróttum. ELKO í samstarfi við Rafíþróttasamband Íslands og Lindex standa fyrir mótinu.

ELKO firmamótið er rafíþróttamót fyrirtækja þar sem þeir sem vilja taka þátt geta myndað lið með samstarfsfélögum, valið leik til að keppa í og skráð liðið til leiks.

Leikirnir sem keppt verða í eru Rocket League, Counter-Strike: Global Offensive og FIFA 21.

Rocket League keppnin verður með þrjá í hverju liði og „best af þremur” keppnissniðið er notað (3 vs 3, best of 3). Counter-Strike: Global Offensive keppnin verður með fimm í hverju liði og „best af þremur“ keppnissniðið er notað (5 vs 5, best of 3). FIFA 21 keppnin verður með tveimur í hverju liði og „best af tveimur“ keppnissniðið er notað, en þótt að tveir séu í liði þá keppir einn á móti einum (1 vs 1, best of 2).

Þetta markar ákveðin tímamót þar sem þetta er fyrsta rafíþróttamót fyrirtækja sem haldið er hér á landi og það verður áhugavert að sjá hversu mörg lið eiga eftir að keppa.

Skráning og leikreglur er hægt að nálgast hérna ELKO Firmamót Skráning.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑