Greinar

Birt þann 20. apríl, 2022 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

The Elder Scrolls: High – The Legacy of the Bretons

Í júní á þessu ári mun High Isle viðbótin fyrir The Elder Scrolls Online koma út á PC, Mac, PS4, PS5, Xbox One og Xbox Series X|S. The Elder Scrolls Online er MMORPG-leikur frá ZeniMax Online Studios og útgefandanum Bethesda Softworks. Þetta verður sjötta stóra viðbótin við leikinn síðan að hann kom út árið 2014.

Við höfum fengið að sjá heima Morrowind, Summerset, Elsweyr, Greymoor og Blackwood á síðustu árum sem hafa bætt við nýjum landsvæðum í heimi Elder Scrolls ásamt að bæta við ýmsum nýjungum eins og nýja klassa til að spila, Battlegrounds PvP, ótal nýja hæfileika, dýflissur til að spila einn eða í hópi ásamt svo mörgu meira.

Nýtt svæði er kynnt til sögunnar í ESO: High Isle sem hefur ekki sést áður í neinum Elder Scrolls leik hingað til, þetta er eyjaklasinn Systres sem er staðsettur vestur af Tamriel. Í High Isle viðbótinni eru tvær stórar eyjur til að kanna, á eyjunni High Isle býr aðalsfólkið og síðan er það eyjan Amenos sem er fangaeyja. Allir sem standa á móti yfirvaldinu eða eru fyrir þeim valdamiklu eru sendir til Amenos og koma ekki til baka. Eyjan er vaxin þéttum frumskógi og er í raun stórt og opið fangelsi.

Rich Lambert yfirhönnuður High Isle viðbótarinnar líkti eyjunni í myndbandskynningunni fyrir blaðamenn við Escape from New York kvikmynd John Carpenters, þar sem að fangarnir voru settir á eyju og réðu sér að mestu sjálfir. Það er lítill herafli á eyjunni en annars eru leikmenn á miskunn eyjunnar og þeirra sem hafa verið sendir þangað.

Eftir að hafa tæklað risa viðburði í leiknum þar sem heimurinn var á barmi endaloka mun High Isle í stað einblína á smærri viðburði og sögu þar sem pólitík og baktjaldamakk er aðal kjarni sögunnar og leikmenn þurfa að hjálpa við að stöðva átökin og komast af því hvað er í raun á veru að gerast á eyjunum. 

Það eru tvær fylkingar sem eigast við í sögunni og sagan hefst við friðarviðræður stríðandi fylkinga sem hafa barist í „Three Banners War“ átökunum.

Ascendant order sem njóta góðs af átökunum og fylla kistur sínar af gulli og vilja brjóta á bak öll bandalögin og gera Tamriel frjálst. Yfir samtökunum eru Ascendant Magus og Ascendant Lord. Hverjir þeir eru í raun veit engin þar sem mikil leynd hvílir yfir öllu og allir ganga með grímur.

Society of the Steadfast er hægt að líkja við Rauða Krossinn, þau eru að reyna að stöðva átökin og vilja huga að fólkinu og velferð þeirra.

Það verður nýtt 12 manna trial (raid) í sambærilegri stærð og Rockgrove, það er með sjóræningja þema og leikmenn koma þangað til að stöðva þá sem hafa verið að herja á High Isle eyjuna og inniheldur þrjá nýja trial/raid bossa til að kljást við.

Nýir heimsviðburðir verða þegar gosrásir gjósa á High Isle og Amenos sem skjóta fram hrauni, eld daedra og öðrum skrímslum. Hjálpið Stonelore drúidunum að loka þessum rásum með að sigra skrímslin og gefa göldrum drúidanna nægan tíma til að loka rásunum. Þeir sem hafa spilað Harrowstorm viðburðina í Vestur Skyrim í ESO: Greymoor ættu að kannast við hugmyndina á bak við þessum viðburðum.

Það eru tveir nýjir tölvustjórnaðir (npc) ferðalangar sem hægt er að spila með í gegnum ævintýri High Isle. Ferðafélagar voru fyrst kynntir í fyrra í ESO: Blackwood sem hjálpar þeim sem spila leikinn einir.

Ember er Kahjit og er með galdra hæfileika og spennandi sögu til að kanna. Isobel Velois er Breton riddari sem stendur fyrir réttlæti og vill hjálpa fólki. Hún hefur þó sína galla og er ekki of upptekinn af sér sjálfri eins og sumir riddarar. Hægt er að ráða þau bæði til að hjálpa þér eftir að leikmenn hafa klárað stuttan söguhluta.

Tales of Tribute er nýr spilaleikur sem minnir margt til Heartstone eða Gwent. Þetta er tavern/pub leikur sem er með PVE og PVP sögu hluta. Leikmenn byggja upp spilastokkinn sinn og eru 8 ólíkir stokkar sem er hægt að safna, hver þeirra inniheldur 20 spil hvert með sinn hæfileika. Hægt er að kaupa fleiri spila stokka síðan á kránni, en það verður ekki spil seld í ESO búðinni fyrir alvöru peninga. Verðlaun sem er hægt að vinna sér inn er, gull, húsgögn, fatnað, uppskriftir, lyndistákn (emotes), o.fl.

Það eru tvær leiðir til að sigra í leiknum,  

Contested – fyrsti til að ná 40 prestige (virðingarstig) stigum í leiknum.
Patron sigur – hafa alla patron (verndara) í leiknum styðja þig á sama tíma

Ég spurði Rich Lambert í kynningarstreyminu fyrir blaðamenn þar sem High Isle var kynnt hve langan tíma tæki að fara í gegnum sögu High Isle. Hann sagði að það væri um 30 tíma spilun í boði og ný afrek (achievement) til að vinna sér inn ásamt ný saminni tónlist.

Nýir leikmenn þurfa ekki að hafa spilað fyrri viðbætur ESO til að komast inn í sögu High Isle, einnig verður boðið upp á nýja byrjunar saga fyrir nýja og eldri leikmenn sem vilja hoppa inn í strax þegar High Isle kemur út.

Ég spilaði nokkra tíma á lokuðum netþjóni með ókláraðri útgáfu af High Isle með karaktera sem ZeniMax hafði búið til fyrir blaðamenn og aðra að ná að prufa sem flest á stuttum tíma í leiknum. Þrátt fyrir að vera með eitthvað af villum og óklárað þá var gaman að skoða umhverfi High Isle, eitthvað sem við höfum ekki séð nóg af í fyrri The Elder Scrolls leikjum.

Uppfærslur sem fylgja High Isle.

Mundus steinar í vopnabúrinu, endurbætt stiga borð, nýtt flýti valshjól á PC sem er fengið lánað frá ESO á leikjavélum Sony og Microsoft. AMD FSR stuðningur er svipað og Nvidia DLSS, en virkar á eldri skjákortum og er ekki eingöngu bundið við AMD eða Nvidia.

The Elder Scrolls serían er 28 ára um þessar mundir og inniheldur 5 kjarna leiki sem eru númeraði, ótal aukapakka og hliðarleiki og MMORPG leikinn sem ber sama nafnið og hefur vaxið mikið frá því að hann kom út árið 2014 en átti pínu erfitt uppdráttar. ZeniMax og Bethesda hafa stutt einstaklega vel við leikinn síðan þá og hann er í dag með hátt í 20 milljón áskrifendur og síðan alla þá sem hafa keypt leikinn sjálfan eftir að hann varð frír að spila með Tamriel Unlimited sem kom út árið 2015 og síðan þá hefur ESO náð að dafna sæmilega vel.

Það verður ekki langt í að fólk geti kannað sjóræningja heim High Isle og kannað eyjurnar og hver stendur á bak við átökin á þeim.

The Elder Scrolls: High Isle kemur út 6. Júní á PC/Mac og 21. Júní á PS4/PS5/Xbox One og Xbox Series X|S

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑