Fréttir

Birt þann 3. júní, 2022 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

0

Evrópski leikjaiðnaðurinn bregst við norsku skýrslunni um lukkupakka

Nýlega birtu norsku neytendasamtökin (Forbrukerrådet) skýrslu þar sem lukkupakkar voru gagnrýndir. Fjallað var um skýrsluna hér á Nörd Norðursins, vef Neytendasamtakanna og víðar. Evrópski leikjaiðnaðurinn var fljótur að bregðast við skýrslunni en í henni var meðal annars gagnrýnt hve erfitt er fyrir neytendur að átta sig á vinningsmöguleikum sínum.

Jari-Pekka Kaleva, framkvæmdastjóri EGDF (The European Games Developer Federation), segir að iðnaðurinn sé í stöðugum samskiptum við neytendasamtök í Evrópu og hafa lukkupakkar verið þar mikið til umræðu.

Ann Becker, yfirmaður stefnu og opinberra málefna innan ISFE (The Interactive Software Federation of Europe) segir að iðnaðurinn taki ábyrgð sinni gagnvart neytendum gríðarlega alvarlega og þá sérstaklega þegar kemur að börnum. Markmiðið hjá fyrirtækjum innan samtakanna er að bjóða upp á sanngjarna og gagnsæja upplifun, þar á meðal þegar kemur að aukaefni og lukkupökkum í leikjum. Jari-Pekka Kaleva, framkvæmdastjóri EGDF (The European Games Developer Federation), segir að iðnaðurinn sé í stöðugum samskiptum við neytendasamtök í Evrópu og hafa lukkupakkar verið þar mikið til umræðu. Ríkur áhugi sé fyrir því innan evrópska leikjaiðnaðarins að halda samtalinu áfram og að bæta hlutina enn frekar.

PEGI merkingar sem sýna að leikurinn bjóði upp á keypt aukaefni
(in-game purchases) og lukkupakka (random items).

Með merkingunum geta neytendur og foreldrar strax séð hvort leikurinn innihaldi lukkupakka eða ekki. Sömuleiðis bjóða öll helstu leiksvæðin upp á stillingar sem gera foreldrum og forráðamönnum kleift að hafa umsjón með spilun barna,

Bent er á að lukkupakkar hafa mikið verið í umræðunni undanfarið og árið 2020 var ákveðið innan PEGI (sem er Evrópskt kerfi sem segir til um aldurstakmörk og innihald tölvuleikja) að bæta við nýrri merkingu þar sem fram kemur að tölvuleikurinn innihaldi möguleikann á því að kaupa aukaefni í leiknum og þar á meðal lukkupakka. Með merkingunum geta neytendur og foreldrar strax séð hvort leikurinn innihaldi lukkupakka eða ekki. Sömuleiðis bjóða öll helstu leiksvæðin upp á stillingar sem gera foreldrum og forráðamönnum kleift að hafa umsjón með spilun barna, þar er meðal annars hægt að stilla hvort börn geta eytt peningum, átt í samskiptum við aðra í gegnum netið og hægt að stilla leyfileg aldurstakmörk leikja. .

Í framhaldinu á þessari umræðu viljum við benda á greinina ábyrgð foreldra þegar kemur að tölvuleikjaspilun barna.

Heimild: ISFE
Myndir: PEGI

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑