Fréttir

Birt þann 18. nóvember, 2020 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Verðkönnun: Hvað kosta PS5 leikir á Íslandi?

Við höldum áfram með PS5 verðkönnun okkar að tilefni útgáfu PlayStation 5 leikjatölvunnar sem kemur í verslanir þann 19. nóvember næstkomandi.

Í seinustu viku bárum við saman verð á aukahlutum fyrir PlayStation 5 og í þetta sinn ætlum við að bera saman verð á völdum PS5 tölvuleikjatitlum: Assassin’s Creed: Valhalla, Sackboy: A Big Adventure, Spider-Man: Miles Morales og Demon’s Souls.

Uppgefin verð á áðurnefndum leikjum í vefverslun Elko, Gamestöðvarinnar og Kids Coolshop voru skoðuð þann 16. nóvember 2020. Tekið er fram á heimasíðu Kids Coolshop að ef leikurinn er ekki til á lager á Íslandi þarf viðskiptavinur mögulega að bíða í nokkra daga eftir pöntun. Leikjaverð var einnig skoðað á íslensku, bresku og norður-amerísku PlayStation Store netversluninni. Með því að versla leik á PlayStation Store fær viðskiptavinurinn stafræna útgáfu (digital edition) af leikjunum á meðan þeir sem versla í Elko, Gamestöðinni eða Kids Coolshop fá diskaútgáfu.

verð í ISKElkoGamestöðinKids Coolshop
AC: Valhalla12.99512.9999.799
Sackboy11.99511.99911.999
Spider-Man: MM10.9959.99912.999
Demon’s Souls12.99512.99912.999

Mismikill verðmunur er á tölvuleikjunum. Lítill sem enginn verðmunur er á Sackboy og Demon’s Souls milli verslana en um 3.000 kr. verðmunur er á Assasin’s Creed: Valhalla og Spider-Man: Miles Morales.

Þegar verðin á PlayStation Store eru borin saman skiptir gengi krónunnar gegn öðrum gjaldmiðlum miklu máli þar sem Evra er notuð í íslensku versluninni, bresk pund í þeirri bresku og Bandaríkjadali í norður-amerísku versluninni.

verð í ISKPS Store (IS)PS Store (UK)PS Store (US)
AC: Valhalla11.32910.8238.210
Sackboy11.32910.8238.210
Spider-Man: MM9.7109.0196.841
Demon’s Souls12.94712.6289.578

Verðið í norður-amerísku PlayStation Store versluninni er áberandi lægra en í þeirri bresku og íslensku. Verðið getur þó breyst eftir fylkjum í Bandaríkjunum þar sem misháir skattar og gjöld bætast við verðið. Lítill fugl hvíslaði því að okkur að í Oregon-fylki og Delaware þarf yfirleitt ekki að borga neinn skatt af þessum vörum.

Áhugavert er að sjá að diskaútgáfan er álíka dýr og stafræna útgáfan af leikjunum þegar litið er til markaðarins á Íslandi, það er að segja íslenskra verslana og íslenska PlayStation Store.

Gengi krónunnar er þannig í dag að hagstæðast er að kaupa leiki í gegnum norður-amerísku PlayStation Store. Þegar þessi samantekt var gerð var skráð gengi eftirfarandi: Ein Evra jafngildir 161,86 krónum, eitt breskt pund jafngildir 180,42 krónum og einn Bandaríkjadalur samsvarar 136,85 kr.

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑