Fréttir

Birt þann 30. maí, 2022 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

0

Mikill verðmunur á Quest 2

Árið 2020 komu þráðlausu sýndarveruleikagleraugun Oculus Quest 2 fyrst á markað. Síðan þá hefur Facebook, sem er eigandi Oculus, breytt nafninu á búnaðnum í Meta Quest 2, eða einfaldlega Quest 2. Mikill verðmunur er á Quest 2 erlendis og á Íslandi. Hér á landi er Quest 2 pakkinn að seljast á í kringum 70.000 kr. á meðan kostar sami pakki 349 Evrur, eða um 49.000 íslenskar krónur í Meta Store í Evrópu. Ólíkt flestum öðrum vefverslunum bætast engin gjöld og enginn sendingarkostnaður við upphæðin þegar varan er pöntuð og send til Íslands og geta Quest 2 kaupendur þar með sparað sér yfir 20.000 kr. miðað við gjöld og gengi í dag.

Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hvernig hægt er að panta Quest 2 á Meta Store og fá búnaðinn sendann upp að dyrum.

Samsett mynd: 10.000 kr. seðill & Quest 2

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑