Menning

Birt þann 20. janúar, 2022 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Spurt og spilað: Bjössi í Gamestöðinni

Í endurvöknum liðnum Spurt og spilað forvitnast Nörd Norðursins um tölvuleikjaspilun þekktra einstaklinga með stuttum spurningum. Okkar níundi viðmælandi er Hallbjörn Sigurður Guðjónsson.

Hann Bjössi eins og hann er oft kallaður, hefur rekið tölvuleikja og nördabúðina Gamestöðina í Kringlunni frá árinu 2016 og þekkir vel til bransans ásamt að vera einn helsti Star Trek aðdáandi landsins.

Hver er maðurinn og hvaðan ertu?

Hallbjörn heiti ég og kem ég úr Hafnarfirði.

Hvað er starfstitillinn þinn?

Er með svo marga starfstitla. Eigandi, framkvæmdastjóri, innkaupastjóri, markaðsstjóri, verslunarstjóri, sölumaður, skúringarmaður o.s.fv.

Hvernig endaðir þú svo í þessum bransa?

Það var nú bara þannig að árið 2016 var ég að leita mér að vinnu, eftir að hafa verið í sumarvinnu var ég farinn að leita mér að nýrri vinnu. Ég komst að því að Gamestöðin var til sölu hjá fyrri eigendum og ég hafði verið áður innkaupastjóri & verslunarstjóri hjá Gamestöðinni til ársins árið 2015. Eftir smá samningarviðræður tók ég við versluninni í Kringlunni 1. ágúst 2016

Hvaða tölvuleik manstu eftir að hafa spilað fyrst?

Man eftir Grim Fandango, Full Throttle, DOOM og Duke Nukem á PC sem stóri bróðir minn átti.

Full Throttle og Grim Fandango

Fyrsta leikjavélin þín?

Man að maður átti PC vél í gamla daga með stóran túbuskjá og 56k módem með þeim tilheyrandi látum þegar maður var at tengja sig við netið. Fyrsta console vélin sem ég fékk var PS2 sem ég fékk gefins þegar ég vann í Skífunni.

DOOM

Uppáhalds tölvuleikur?

Uncharted leikirnir. Nathan Drake er minn maður! Hef einnig gaman af Last of Us leikjunum og Star Wars Jedi: Fallen Order.

Finnst þér bransinn hafa breyst síðustu árin?

Hann hefur mikið breyst síðustu 2 árin þar sem fólk er farið í meira mæli að kaupa leikina sína á netinu á meðan salan á diskum hefur minnkað ár eftir ár.

Áttu einhver gæludýr?

Á eina læðu, Leu, sem er 11 ára gömul.

Hvernig hefur Covid-19 komið út fyrir þig og reksturinn? Og hefur þér fundist kaupvenja fólks breyst á þessum tíma?

Reksturinn í Covid-19 faraldrinum er búinn að vera strembinn og hann hefur tekið sinn toll á fyrirtækið og reksturinn. Fólk leitar meira á netið til að fá leikina sína og geta hlaðið þeim niður beint af netinu, s.s. meiri þægindi en að fara út í verslun og kaupa leikinn á diski. 

Þetta hefur líka orðið til þess að stórir leikir hafa verið frestaðir og útgáfan á PS5 leikjavélinni er ekki búin að vera eins stöðug og maður vildi. En maður tekur þetta bara dag fyrir dag, viku fyrir viku og jafnvel mánuð fyrir mánuð. Maður veit að það eru betri tímar framundan.

Hvernig sérðu næstu árin?

Sé fram á að Gamestöðin verður meiri og meiri sérvörubúð. Maður verður með nýjustu leikina en kannski ekki í miklu magni og aukahlutir sem og gjafavörur verður stærra og stærra.

Hvaða áhugamál áttu utan við vinnuna?

Mitt helsta áhugamál er að vera aðdáandi Star Trek heimsins! Er einnig mikill kvikmyndaáhugamaður og svo hef ég saman að fara í ræktina þegar maður getur og nennir 🙂

Destination Star Trek 2021 – Kate Mulgrew, til vinstri á myndinni (Captain Janeway – ST Voyager)

Einn dag í framtíðinni þegar hlutirnir verða aðeins eðlilegri á ný, hvað á að gera til að fagna að þessum heimsviðburði líkur?

Ætla mér að fara að ferðast innanlands & utanlands þegar hlutirnir eru orðnir meira normal. Vonandi getur maður farið aftur á t.d. E3 eða Gamescom ráðstefnunar, og auðvitað Star Trek ráðstefnur. En maður bíður bara rólegur eins og er.

Gamestöðin er styrktaraðili og auglýsandi á Nörd Norðursins. Þetta samband hefur þó engin áhrif á skrif eða álit penna vefsins.

Flestar myndir fengnar úr einkasafni Hallbjörns.
Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑