Fréttir

Birt þann 25. maí, 2024 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Guðbjörg í Aurum hannar Hellblade II skartgripi

Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum, hannaði Hellblade II skartgripi í samstarfi við Xbox og tölvuleikjafyrirtækið Ninja Theory. Skartgripalínan verður fáanleg í takmörkuðu upplagi og inniheldur höfuðstykki sem er innblásið af höfuðfati Senúu, aðalpersónu Hellblade-leikjanna, og hálsmen úr bronsi sem byggir á rún úr Hellblade.


[… ] hálsmenið verður gefið út í takmörkuðu upplagi fyrir vinningshafa Hellblade II gjafaleiks Xbox.


Höfuðstykkið var sérstaklega hannað fyrir Melina Juergens, leikkonuna sem leikur Senúa í Hellblade-leikjunum, fyrir BAFTA verðlaunahátíðina. Hálsmenið verður gefið út í mjög takmörkuðu upplagi fyrir vinningshafa Hellblade II gjafaleiks Xbox. Skartgripirnir eru smíðaðir á Íslandi, hannaðir af Íslendingi og byggja á leik sem gerist á Íslandi. og til sölu í íslenskri skartgripaverslun (aðeins höfuðfatið)

Xbox er með gjafaleik í gangi sem stendur yfir til 16. júní næstkomandi þar sem þátttakendur geta unnið hálsmen úr skargripalínunni […]

Xbox er með gjafaleik í gangi sem stendur yfir til 16. júní næstkomandi þar sem þátttakendur geta unnið hálsmen úr skargripalínunni að vermæti um 220 Bandaríkjadali, eða um 30.000 kr. Athugið að til að taka þátt þarf viðkomandi að hafa náð 18 ára aldri og vera með lögheimili í landi þar sem Xbox Live eða PC Game Pass er í boði (Ísland er þar á lista).

Uppfært 25.05.2024 kl. 22:52: Athugið að reglur gjafaleiksins virðist ekki vera aðgengilegar þeim sem nota íslenska IP tölu. Í reglunum kemur fram að þar eigi þátttkenndur leiksins að fylgja Xbox á X (Twitter) og deila (repost) færslunni með merkinu #SenuasSagaAurumSweepstakes. Nauðsynlegt er að prófíll viðkomandi og færslan sé opinn öllum notendum en ekki lokuð (private).

Uppfært 29.05.2024 kl. 17:35: Hvorki hálsmenið né höfuðfatið verður fer á almenna sölu í verslun Aurum heldur aðeins framleitt í takmörkuðu magni.

Myndir: Xbox Wire

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑